Taktu stjórnina! 5 skref að betri heilsu og hamingju
Þú skapar þinn raunveruleika og lífið sem þú lifir í dag er eitthvað sem þú hefur valið sjálf/ur með ákvörðunum, gjörðum og hugsunum þínum. Þetta var mjög stórt “aha” augnablik í mínu lífi þegar ég áttaði mig á því að ég ein hafði stjórnina og ef ég er ósátt við það hvar ég er stödd, þá væri það aðeins í mínu valdi að breyta því. Þetta á við allt eins og líkamlegt ástand, starfsframa, samskipti við aðra, og allan þinn raunveruleika.
Mig langar því að deila með þér nokkrum hlutum sem hjálpuðu mér á því ferðalagi sem ég hóf fyrir 8 árum, og er ennþá í, því það er alltaf hægt að vinna meira með sig :)
1. Taktu ábyrgð á eigin hamingju
Þú hefur stjórnina, ef þú ert ósátt/ur taktu skref í átt að breytingum. Vertu hreinskilin/nn við sjálfan þig um hvað þú virkilega vilt úr lífinu. Þú ein/n veist það, enginn annar, og þú ein/n getur breytt aðstæðum.
2. Virtu líkama þinn
Settu það í forgang að huga að líkama þínum, þú færð aðeins einn og ef hann byrjar að klikka þá getur stundum verið erfitt að snúa aftur. Hreyfðu þig daglega, gefðu honum góða og nærandi fæðu á hverjum degi, og ekki horfa á það sem “kúr” eða “átak” heldur partur af þínu lífi og tilveru.
3. Hugaðu að andlegu hliðinni
Hvort sem þú trúir á æðri máttarvöld eða ekki, er mikilvægt að næra andlegu hliðina. Við erum tilfinningaverur og með því að líða vel, upplifa sátt í eigin líkama, ert þú mun líklegri til þess að virða sjálfan þig og upplifa hamingju. Gerðu það sem lætur þig líða vel, farðu út í rólega göngu í náttúrunni, farðu í heitt bað með kertaljós eða hugleiddu daglega. Hvað sem hentar þér.
4. Elskaðu sjálfan þig
Þetta getur verið erfitt fyrir marga, en er svo ótrúlega mikilvægt. Hamingjan kemur innan frá og ef þú upplifir vondar tilfinningar og hugsanir gagnvart sjálfri þér er erfitt að upplifa hamingju. Einbeittu þér að kostum þínum. Segðu upphátt að þú elskir þig, að þú sért fullkomin eins og þú ert.
5. Vertu þakklát/ur
Þú hefur örugglega heyrt þetta áður en þetta er ótrúlega stór þáttur í átt að hamingjusamara lífi. Þegar þú skrifar niður eða upplifir þakklæti þá ertu að einbeita þér að því góða sem þú hefur. Þú ert ekki að upplifa skort eða hugsa um það sem þig vantar heldur það sem þú hefur í dag. Oft sjáum við að við höfum allt það sem við þurfum og friður og ró færist yfir. Skrifaðu niður 10 hluti á dag sem þú ert þakklát/ur fyrir og virkilega finndu tilfinninguna og færðu þig í núið.
Ég vona að þetta komi þér af stað og hjálpi þér á þínu ferðalagi, hvar sem þú ert stödd eða staddur. Ef þú vilt taka þetta skrefinu lengra þá byrjar splunkuný og spennandi þjálfun í næstu viku sem heitir “Sterkari á 16”. En hún er fyrir þig ef þú vilt koma hreyfingu inní rútínuna, hreinsa til í mataræðinu og taka ábyrgð á eigin lífi.
Ef þú hefur upplifað eitthvað af eftirfarandi þá gæti hún verið eitthvað fyrir þig:
- Þú upplifir tímaleysi og hefur ekki náð að koma hreyfingu inn í rútínuna og gera það að venju
- Þú ert komin með leiða á því sem þú ert að gera í dag og langar að prófa eitthvað nýtt í hreyfingu
- Þér langar til að borða fæðu sem styður við þig og lætur þér líða vel
- Þér langar að komast í betra form og styrkjast en vantar stuðninginn
- Þú hefur alltaf byrjað að hreyfa þig en missir dampinn og gefst alltaf upp
- Þér langar að vinna með hugann, setja þér markmið og ná þeim
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri, skráning er opin núna.
Heilsukveðja
Sara ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi
P.s Sendu mér línu ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi þjálfun eða hvað sem er á hiitfit@hiitfit.is