Fara í efni

Tannheilsa

Tennur eru það sterkasta sem finnst í líkama okkar en þær hafa því miður einn veikleika, þær geta auðveldlega verið eyðilagðar með drykkjum sem innihalda rangt sýrustig.
Heilbrigðar tennur
Heilbrigðar tennur

Það er ekki sjálfgefið að hafa fallegar tennur.

Ef umhirða tanna er ekki til fyrirmyndar þá er voðinn vís. Að bursta einungis kvölds og morgna er alls ekki nóg í dag því við látum eitt og annað inn fyrir varirnar sem tennurnar eru ekki sáttar við. 

Tennur eru það sterkasta sem finnst í líkama okkar en þær hafa því miður einn veikleika, þær geta auðveldlega verið eyðilagðar með drykkjum sem innihalda rangt sýrustig.

 Sýrustig er mælt með svo kölluðu pH gildi. Því lægra sem pH gildið er í drykk, þeim mun meiri hætta er fyrir tennurnar. Afar margir vinsælir drykkir hafa mjög lágt pH gildi sem þýðir að þeir innihalda of mikið af sýru.

 Í munnvatninu hjá okkur flestum er eðlilegt pH gildi í kringum 6,5 sem er heilbrigt gildi fyrir tennurnar. En þegar það fer niður fyrir 5,5 er glerungurinn á tönnunum í mikilli hættu.

 Hér eru dæmi um nokkra drykki sem fara afar illa með tennur.

 1. Íþróttadrykkir (sports drinks) - þeir eru góðir til að viðhalda vökva í líkamanum á meðan á æfingum stendur en gera tönnum ekki gott. Má nefna tvo vinsæla drykki, Powerade sem er með pH gildi 2,75 og Gatorade sem hefur pH gildi 2,95.

 2. Ávaxtasafar - Þeir eru góðir fyrir okkur þannig séð en ef þú hefur valið veldu þá frekar að borða ávexti því þeir skemma ekki tennurnar og eru einnig góðir fyrir meltinguna enda fullir af trefjum. Ef ég nefni nokkra ávaxtasafa sem ætti helst ekki að drekka að þá eru það t.d þessir.

 Appelsínusafi - pH 3,5

Eplasafi - pH 3,2

Ananassafi -  pH 3,4.

 3. Gosdrykkir - Þeir eru hættulegastir. Langlægstir í pH gildum og við vitum öll að þeir skemma tennurnar. Nefni hérna nokkra af vinsælum gosdrykkjum sem við öll þekkjum.

 Kók - pH 2,5

Mountain Dew - pH 3,0

Sprite - pH 3,42

 4. Bragðbætt vatn -  Það finnst flestum gott að grípa eina flösku af ísköldu vatni sem búið er að bæta freistandi bragði  saman við. En það er ekki hollt fyrir tannheilsu okkar. Í flestum bragðbættum tegundum af vatni er pH gildið 3,2.

 5. Vín og Bjór - Afar mörg léttvín eru há í sýrustigi. T.d Sherry er með pH gildi 3,37. Chardonnay er með pH gildi 3,4. Og eftir því sem vínin eru sætari þeim mun lægra er pH gildi þeirra.  Í bjór er pH gildi frá 3,7 til 4,1.

 Áríðandi er að muna að láta líða smá tíma þar til þú burstar tennur eftir að drukkin hefur verið drykkur sem þú veist að inniheldur of lágt pH gildi. Ef þú burstar of fljótt þá getur þú skemmt glerunginn frekar. Best er að byrja heldur á að skola bara munninn og bursta seinna.

Niðurstaðan er sem sagt sú að allt er gott í hófi og hugsum vel um tennurnar okkar því bros fullt tanna er afar aðlaðandi.

Grein þýdd af Health.com og þú getur lesið hana HÉR í heild sinni.