Tara sýnir okkur fallega fermingarförðun
Í tilefni af því að fermingarnar eru á næsta leiti ákvað Tara Brekkan, förðunarfræðingur, að búa til fermingarförðun, í samstarfi við Pphoto sem hægt er að nálgast hér. Þau munu bjóða uppá fermingarpakkatilboð þar sem innifalin eru myndataka og förðun.
Það sem Töru finnst skipta mestu máli er að nota ekki of mikið né of dökka liti. Halda þessu unga og ferska útliti.
Tara sýnir okkur fallega fermingarförðun.
“Mér finnst Stiftfarðinn frá No Name henta einstaklega vel á unga húð og til að fá þessa fersku og náttúrulegu áferð. Hægt er að bleyta kabuki pensilinn smá til að gera farðan enn léttari.”
“Ég nota alltaf 3.lita hyljaran með stiftfarðanum til að jafna út allan roða eða bláma undir augum og hylja ójöfnur eða bólur á húðinni.”
“Mér finnst mjög sniðugt að bleyta uppí penslinum áður en ég dýfi í augnskuggan (120 lita pallettan frá No Name) til að ná smá glans og liturinn verður fallegri. Í staðinn fyrir að nota eyeliner eða blýjant tók ég brúnan augnskugga í lítinn pensil (09 No Name) og renndi létt meðfram augnaháralínunni bæði uppi og niðri. Hvítur blýjantur inní augun og maskari.”
Léttur gloss varalitur frá No Name fullkomnar lookið í litnum “Pink Lemonade”
Peach eða bleikur kinnalitur á eplin (Rosette frá No Name).
Hægt er að nálgast kennslumyndbönd frá Töru HÉR.
Mundu eftir okkur á Instagram #heilsutorg #fegurd