Hvaða te gera heilsunni gott?
Frá grænu tei til hibiscus, hvítu og kamillu, te eru full af flavonóíð og öðrum dásemdum.
Í þúsundir ára hafa austurlandabúar drukkið te vegna heilsunnar, hamingju og visku. Núna eru þessi te að vekja athygli vísindamanna á vesturlöndum og eru þeir að uppgötva hversu marga kosti þau hafa og hversu góð þau eru fyrir heilsuna.
Rannsóknir hafa sýnt af sum te geta hjálpa í baráttunni við karbbamein, hjartasjúkdóma og sykursýki. Þau geta aukið á þyngdartap, lækkað kólestról og styrkt minnið. Te virðist líka hafa örverueyðandi eiginleika.
“Það virðist ekki vera hægt að segja neitt neikvætt um te” segir Katherine Tallmadge en hún er talskona fyrir American Dietetic Association.
“Mér finnst te vera frábær valkostur í staðinn fyrir kaffi, það er minna af koffeini í te. Og það hefur verið sýnt að efnin í tei- flavonoids- eru afar góð fyrir hjartað og geta dregið úr hættunni á krabbameini”.
Ýmsum spurningum er þó enn ósvarað, t.d hversu lengi á tepokinn að liggja í vatninu svo við fáum sem mest og best út úr tei?
Grænt, svart og hvítt te
Te er nafn sem að er gefið mörgum blöndum en í raun eru það þetta græna, svarta og hvíta sem að menn vilja meina að séu hin raunverulegu te. Þau eiga öll rætur að rekja til Camellia sinesis plöntunnar, en hún vex í Kína og Indlandi og inniheldur þessi einstöku andoxunarefni sem eru kölluð flavonoids.
Öll þessi te innihalda einnig koffein og theanine sem hafa áhrif á heilann.
Þeim mun meira sem að te er unnið að þá inniheldur það minna af polyphenol. Og í Polyphenols eru flavonoids. Oolong og svart te eru oxuð eða gerjuð og hafa minna magn af polyphenols en grænt te, þau eru samt afar há í andoxunarefnum.
Hérna eru upplýsingar úr rannsóknum sem hafa sýnt hversu hollt te er fyrir okkur:
Grænt te: Búið til úr gufusoðnum te laufum og hefur hátt hlutfall af EGCG og hefur verið rannsakað mikið. Þessi andoxunarefni hafa þann kost að þau blanda sér í baráttuna við margar tegundir af krabbameini, eins og t.d blöðru, brjósta, lungna, maga og ristilskrabbamein. Þau brenna fitu, draga úr stressi á heila, draga úr áhættunni á taugasjúkdómum eins og Alzheimer og parkinsons.
Svart te: Einnig gert úr gufusoðnum te laufum. Svart te inniheldur hátt magn af koffeini. Svart te er einnig grunnurinn í tei eins og chai ásamt sumum instant teum. Rannsóknir hafa sýnt að svart te getur varið lungun frá skemmdum vegna sígarettureyks.
Hvítt te: Ein rannsókn sýndi að hvítt te hefur mesta magn af anti-krabbameins eiginleikum ef það er miðað við önnur te.
Oolong te: Í rannsókn sem gerð var á dýrum þá sýndi að Oolong te vinnur gegn kólestróli. Ein tegund af Oolong, Wuyi er mikið markaðsett þar sem það á að hjálpa til í baráttunni við aukakílóin, en vísindi hafa ekki staðfest að þetta sé rétt.
Pu-erh te: Þetta te er búið til úr gufusoðnum laufum og laufum sem að hafa verið látin eldast. Ein rannsókn sem gerð var á dýrum sýndi það hefur áhrif á þyngdina og dregur úr LDL kólestróli.
Heimildir: webmd.com