Það er víst vísindalega sannað að þessar 7 fæðutegundir auka á hamingjuna
Ertu eitthvað niðurdregin? Þungt í þér skapið ? Þú þarft ekki að örvænta.
Ansi margir nota mat til að hugga sig við, en hálfur líter af ís er ekki að gera þér neinn greiða.
Næst þegar þú ert eitthvað „dán“ og skapið í fýlu prufaðu þá að borða eitthvað af eftirfarandi mat. Vísindamenn vilja meina að þeir hafi sannað að þessar tegundir matar snúi fýlusvip í bros.
1. Chillí pipar, fílar þú sterkan mat?
Ef svo er þá eru þetta góðar fréttir fyrir þig og þína geðheilsu. Chillí pipar inniheldur tvö efni, capsaicin og dihydrocapaicin. Þessi efni hafa þau áhrif að heilinn fær boð um að það er eitthvað að brenna í munninum á þér. En stuttu eftir að hafa borðað chillí pipar þá losar heilinn um endorfín og sendir þér þar með góða skapið.
2. Spínat
Það er góð ástæða fyrir því af hverju Stjáni blái var alltaf í góðu skapi. Því ekki er spínat bara ríkt af kalki og járni, það er einnig pakkað af andoxunarefnum, fólínsýru og B-vítamínum.
3. Fuglakjöt
Fuglakjöt eins og kjúklingur og kalkúnn inniheldur amino sýru sem heitir tyrosine en þetta efni er eitt af þeim sem framleiðir stresshormón. Sumir vísindamenn trúa því að þegar líkaminn er undir stressi að þá er hann ekki að framleiða nóg magn af tyrosine. Að borða kjöt af kjúkling eða kalkún eykur á þessa framleiðslu.
4. Villtur lax
Flest allur fiskur er góður fyrir okkur. En efstur á lista trónir laxinn og er það útaf omega-3 fitusýrunum.
5. Tómatar
Tómatar eru ríkir af lycopene, en þetta efni gefur rauðum ávöxtum litinn. Lycopene er áhrifamikið andoxunarefni og hefur mikil áhrif á líkaman. Tómatar er einnig ríkir af beta-carotene, C-vítamíni og kalíum.
6. Hvítlaukur
Það er oft talað um hvítlauk sem hollasta mat í heimi. Rannsóknir hafa verið gerðar á hvítlauk og hvaða áhrif hann getur haft á krabbamein og hjartasjúkdóma. Í hvítlauk má finna chromium og önnur efni sem geta virkað eins og náttúrulegt þunglyndislyf.
7. Súkkulaði
Það þarf ekki að segja neinum að fá sér súkkulaði ef viðkomandi er leiður. Heppnin er líka með okkur, því í dökku súkkulaði má finna andoxunarefni sem heitir resveratrol, en þetta efni er einnig í rauðvíni. Resveratrol hækkar endorfínið í líkamanum ásamt serótóninu.