Fara í efni

Þær er ólíkar tengingarnar eins og við erum mörg - Guðni og miðdegis hugleiðing á Sunnudegi

Ljósmynd: Bragi Kort - Fegurðin er einstök
Ljósmynd: Bragi Kort - Fegurðin er einstök

Sjálfsmynd okkar er flókin samsetning af því hvernig við hugsum um sjálf okkur í samhengi við heiminn.

Þessi sjálfsmynd er ekki geymd á einum stað í heilanum eða líkamanum, heldur byggir hún á ályktunum sem við höfum dregið um heiminn og okkur og við „munum“ með tengingum vissra taugaenda.

Þessar tengingar eru jafn ólíkar og við erum ólík sem manneskjur.

Sem dæmi má stilla upp tveimur manneskjum sem hafa ólík viðhorf til ástarinnar vegna fyrri lífsreynslu. Önnur tengir ástarsambönd við öryggi og hlýju á meðan hin tengir þau við sársauka, meðvirkni og ofbeldi.

Þess vegna fara í gang ólíkar tengingar hjá þessum manneskjum þegar þær standa t.d. frammi fyrir því að kynnast nýju fólki á rómantískum forsendum. Önnur lítur á tilhugalífið sem ævintýri, hin lítur á það sem mikla ögrun og leið inn í þjáningu.