Þakklætið, illgresið og skorturinn - hugleiðing dagsins
Allt sem við veitum athygli vex og dafnar.
Við vitum að hvort sem við veitum því athygli sem við viljum eða viljum ekki þá dafnar það með sama hætti.
Viljinn stýrir athyglinni og beinir ljósinu þangað sem hann vill.
Lykillinn hér er að velja að veita þakk lætinu athygli, næra það og rækta eins og hvert annað blóm, svo það vaxi og dafni og gefi frá sér ilm; velja að veita ekki illgresinu og skortinum athygli.