Þegar þú ert að leita ertu sjálfur týndur, til umhugsunar frá Guðna lífsráðgjafa
Hugleiðing á miðvikudegi~
Af hverju eru þá svona margir týndir og alltaf að leita að þessum tilgangi?
Þegar þú ert að leita ertu sjálfur týndur; þá ertu ekki með þér, hér og nú, svona, eins og þú ert.
Það er ekkert að finna nema sjálfan sig. Þegar þú býrð við skort í tilvist þinni, þá ert þú skorturinn.
Þegar þér finnst eitthvað vanta þá er það af því að þig vantar – þú ert ekki til staðar í eigin lífi.