Þurfum við að réttlæta okkar eigin tilvist? Guðni með góða pælingu inn í daginn.
Hugleiðing á föstudegi~
Við hvorki tölum um, hugsum né upplifum neitt annað en okkur sjálf. Þegar við drögum aðra sem fórnarlömb inn í okkar eigin spuna er það eingöngu gert til að réttlæta eigin tilvist.
Þegar við þurfum að réttlæta eigin tilvist þá höfum við klárlega fordæmt okkur sjálf. Hver dómur er sjálfsréttlæting – hver sjálfsréttlæting er dómur.
Fyrirgefning er ákvörðun og val.
Þegar við dæmum og drögum ályktanir þá gefum við okkur að við búum yfir nægilegum upplýsingum til þess; gefum okkur að við skiljum samhengi annarra og allt stóra samhengið.
En við erum aðeins að staðfesta eigin hugarburð.