Tíu atriði sem einkenna sanna og góða vini
Það er gott að eiga vini og algjörlega ómetanlegt að eiga sanna og góða vini.
En hvað er það sem greinir á milli kunningja og traustra og sannra vina?
Hér er tíu atriði sem einkenna sanna vini
1. Samgleðjast
Góðir vinir samgleðjast þér innilega og eru ánægðir fyrir þína hönd þegar vel gengur. Þetta er ekkert alveg sjálfgefið því vinasambönd geta stundum verð yfirborðsleg og afbrýðisemi kraumað undir niðri. Slík sambönd virðast yfirleitt vinaleg og eðlileg á yfirborðinu og þú myndir aldrei láta þér detta í hug að viðkomandi væri ekki einlægur og góður vinur.
Sannur vinur verður spenntur og glaður þegar vel gengur en ekki afbrýðisamur eða áhugalaus. Og hann ber sig ekki saman við þig og þú auðvitað ekki við hann.
2. Sýna áhuga
Góður vinur sýnir þér og því sem þú ert að gera áhuga. Hann lætur þig finna að þú skiptir máli í hans lífi og þú finnur fyrir stuðningi hans.
3. Eru til staðar
Góður vinur er til staðar fyrir þig þegar þú þarft á honum að halda. Og þú auðvitað fyrir hann – það er það sem vinir gera. En það sem greinir á milli vina og frábærra vina er að þú veist að þú getur treyst á vininn og þú getur alltaf treyst á stuðning hans og ráðleggingar.
4. Stuðningur
Góður vinur stendur með þér í blíðu og stríðu.
5. Segja sannleikann
Góður vinur er hreinskilinn en stuðningsríkur. Hann þekkir þig vel og segir þér sannleikann en finnur leið til að setja hann fram án þess að brjóta þig niður eða vera grimmur og leiðinlegur.
6. Hvetjandi . . . LESA MEIRA