Fara í efni

Tortilla úr garðinum

Vantaði "Tortilla brauð" Svo skrapp úr í garð og sótti svona græn risa stór blöð. Hreinlega ekki alveg viss hvaða kál tegund þetta er :)
Fínt hádegi.
Fínt hádegi.

Hádegið.

Garðurinn minn er sennilega hamingjusamasti garður í heimi 
Og allt í blóma...rigingin alveg að virka 
En húsmóðirinn ekki eins glöð.

Vantaði "Tortilla brauð"
Svo skrapp úr í garð og sótti svona græn risa stór blöð.
Hreinlega ekki alveg viss hvaða kál tegund þetta er ??
því kom upp í matjurtargarðinum.
Einhverjar leifar frá því í fyrra.
En kannski bara illgresi hehehe
Allavega smakkast sem besta kál :)
Hvað haldiði þið sem eruð fróðari en ég .... hvaða kál tegund er þetta??

Allavega þá bara hitaði ég smá af hakkrétt frá því í gærkvöldi.
Bætti við smá Hýðisgrjónum.
Skar Tómata-Gúrku og Avacado með.
Sýrður rjómi og ferskar kryddjurtir.
Kórander og Basilikur,.

Svo bara rúlla þessu upp...smá stúss :)
En þetta var flott máltíð.
Svipað stórt kálblað og stærri Tortilla blöðin.
Alveg snild...sleppa brauði og fá sér svona græna gleði í staðin.