Fara í efni

Vatn með gúrku og myntu

Afar gott að eiga þetta frískandi vatn á könnu í ísskápnum.
Vatn með gúrku og myntu

Afar gott að eiga þetta frískandi vatn á könnu í ísskápnum.

Þetta vatn er ríkt af andoxunarefnum og er einnig vatnslosandi.

Myntan er afar góð fyrir meltinguna og ætti í raun að neyta myntu daglega.

 

 

 

Hráefnin:

4 fersk myntulauf

15 súper þunnar sneiðar af gúrku

1 líter af vatni

Leiðbeiningar:

Eins einfalt og það getur verið. Settu vatnið í könnu og hrærðu hráefnum saman við, bættu við ísmolum og settu inní ísskáp.

Það er gott að leyfa þessu að standa í smá tíma til að vatnið nái í öll næringarefnin úr gúrkunni og myntunni.

Svona kanna af vatni geymist í nokkra daga inni í ísskáp og hafðu þá könnu með loki.

Það má bæta við sítrónu eða lime bara til að fá smá exta kikk í vatnið.

Njótið vel !