Fara í efni

Veist þú hvað grindargliðnun er ?

Það eru til lausnir sem auðvelda meðgönguna fái kona grindargliðnun.
Falleg bumba á þessari konu
Falleg bumba á þessari konu

Það eru til lausnir sem auðvelda meðgönguna fái kona grindargliðnun.

Hjá Móðurást er hægt að kaupa meðgöngubelti. Til er nokkrar tegundir. Það skiptir afar miklu máli að beltið passi konunni sem að gengur með það.

Oft eru konur að fá lánuð meðgöngubelti sem svo gera ekkert gagn því þau passa ekki næginlega vel.

HÉR finnur þú heimasíðu móðurást og HÉR er síðan þeirra á Facebook.

Hvað er grindargliðnun? Hér er að finna ítarlegar upplýsingar.

Á meðgöngu slaknar á liðböndum til þess að mjaðmagrindin geti gefið eftir þegar fóstrið stækkar og fæðingarvegurinn víkkar. Oftast finna konur ekki mikið fyrir þessum breytingum, en í sumum tilfellum geta þær orðið fyrir talsverðum og jafnvel miklum óþægindum í mjaðmagrindinni. Talað er umgrindarlos eða grindargliðnun ef verkirnir fara að há konunni verulega.

Einkenni grindargliðnunar geta verið mismunandi því að þau tengjast álagi. Ýmist eru þau framanvert í lífbeini og/eða aftanvert í spjaldlið eða spjaldliðum. Leiðsluverkir geta verið út í mjaðmir, rassvöðva, niður eftir aftanverðu læri eða framan í nára svo eitthvað sé nefnt. Þessi einkenni geta komið fram á annarri hlið líkamans eða báðum.

a

Það sem einkennir verki frá liðböndum er að verkurinn kemur eftir álag. Einkennin geta því verið breytileg frá degi til dags allt eftir því hvert álagið hefur verið. Þetta þýðir að oft á konan erfitt með að tengja verkina við það sem hún hefur verið að gera.

Líkja má grindarlosi við tognun á ökkla. Rétt eins og það þarf að hvíla ökklann ef hann tognar, þarf að hlífa mjaðmagrindinni eftir grindarlos. Það þýðir ekki að konan eigi að hætta að hreyfa sig heldur þarf hún að beita líkamanum og haga sér á ákveðinn hátt. Þannig má draga úr verkjum og einnig koma í veg fyrir að einkennin aukist. Það er því nauðsynlegt að konan beiti líkamanum rétt, leiðrétti líkamsstöðuna eins og kostur er, virði sársaukann og þekki sín takmörk. Ákveðin hjálpartæki og sérhæfðar æfingar geta komið að gagni. Sjúkraþjálfun getur því verið leið til að létta á einkennunum.

Ef konan finnur fyrir einkennum í mjóbaki eða mjaðmagrind á meðgöngu, ætti hún að ræða það við lækni eða ljósmóðurina sem sinnir mæðraeftirlitinu. Læknirinn og ljósmóðirin geta gefið ýmis ráð, en ef þau telja að hér þurfi frekari skoðunar, fræðslu og/eða meðferð, beina þau konunni frekar til sjúkraþjálfara. Það sama á við eftir fæðinguna.

a

Flestar konur losna sem betur fer við einkennin fljótlega eftir fæðingu. Algengt er að það taki 6-12 vikur að ná sér. Sumar konur halda þó áfram að hafa verki við og eftir ákveðið álag eða við egglos og blæðingar. Þær þurfa þá oft að sætta sig við það með því að hlusta á viðvörunina, sem er verkurinn, og velja sér lífsstíl eftir því. Hér er mikilvægt að passa líkamsstöðuna, beita líkamanum rétt og halda sér við með ákveðinni þjálfun. Því miður eru einstaka konur sem finna fyrir verkjum daglega löngu eftir fæðingu og losna aldrei við þá. Þessar konur þurfa á verkjameðferð að halda auk fræðslu, hjálpartækja og æfingameðferðar.

a

Þetta er stytt útgáfa á pistli um grindarlos  á doktor.is og birt hér með góðfúslegu leyfi vefsetursins. Lesendum er bent á að kynna sér umfjöllunina í heild en þar er til dæmis fjallað um hvernig sjúkraþjálfarar geta aðstoðað þegar um grindarlos er að ræða.

Á doktor.is  er einnig að finna útdrátt úr bæklingi um grindarlos  sem gefinn var út af faghópi sjúkraþjálfara sem vinnur að bættu heilsufari kvenna í tenglsum við meðgöngu og fæðingu.

Heimild: visindavefur.is