Einstakt tækifæri
Hér er einstakt tækifæri á ferðinni því fram að þessu hafa færri komist að en vilja þega námskeiðið er haldið. Vertu þinn besti vinur samanstendur af fræðslu, hópverkefnum og heimavinnu. Námskeiðið býður upp á sjálfsrýni, þar sem ólíkar birtingarmyndir meðvirkninnar eru skoðaðar, sjálfsvirðing, sjálfsmynd og hversu mikilvæg heilbrigð mörk eru í öllum samskiptum. Þátttakendur fá tækifæri til að þjálfa upp tengsl við eigin tilfinningar. Meðvirkni á sér yfirleitt upphaf í bernsku einstaklings þar sem barn sýnir eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Þeir sem glíma við meðvirkni koma oftar en ekki úr vanvirkum fjölskyldukerfum og að hluta til er meðvirknin varnarviðbrögð.
Á námskeiðinu getur fólk lært leiðir til þess að vinna með eigin meðvirkni.
Markmiðið er að hjálpa þátttakendum við að komast í betri tengsl við eigin tilfinningar og aðstoða þá við að setja sér og öðrum heilbrigð mörk. Einnig er mikil áhersla á sjálfsvirði hvers og eins.
Fyrirkomulag námskeiðsins:
Námskeiðin fara fram í 6-8 manna hópum og fara fram með því móti að hópurinn hittist í tvö skipti 4.- 4,5.klst. í senn. Þátttakendur fá námskeiðsgögn og þurfa að gefa sér rými fyrir heimavinnu. Lleiðbeinendur eru Díana Ósk ÓskarsdóttirMag.theol. ICADC og Fritz Már Jörgensson Mag.theol. Námskeiðið verður haldið dagana 31. október kl.17-21 og 1. nóvember kl.11-15. Framhaldsnámskeiðið Ég er minn besti vinur sem er fyrir þá er hafa lokið námskeiðinu Vertu þinn besti vinur verður haldið dagana 7. nóvember kl.17-21 og 8. nóvember kl.11-15.
Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar má hafa samband í síma 783-4321 eða senda póst á namskeidin@gmail.com. Allar frekari upplýsingar eru á www.éger.is