Við syrgjum öll á mismunandi hátt
Á þessum árstíma, þegar jólin nálgast, hugsar maður oft um þá sem eru farnir og þá sem hafa horfið á annan hátt úr lífi manns.
Ef þú veist um einhvern sem á erfitt vegna sorgar þessa dagana, endilega sendu henni/honum þessa litlu grein. Hún gæti kannski hjálpað smá.
Hér eru 15 atriði sem gott er að vita um sorgina og þau gætu hjálpað þér.
1. Þér líður eins og það hafi orðið heimsendir. En það varð ekki heimsendir. Lífið heldur áfram, hægt og rólega. Betri dagar koma í ljós, og þér fer að líða aðeins betur. Það er auðvitað misjafnt eins og við erum mörg hvað þetta ferli getur tekið langan tíma.
2. Sama hversu illa þér líður þennan daginn að þá er þetta bara einn dagur. Þú ferð í rúmið, grætur og sofnar en mundu að þú vaknar og þá er kominn nýr dagur.
3. Sorgin getur komið yfir okkur eins og öldur. Þú ert í lagi eina stundina en alveg niðubrotin þá næstu. Í lagi í einn dag en ekki þann næsta. Nærð svo mánuði þar sem þú ert í lagi en svo kemur annar og þá líður þér aftur illa. Lærðu að fylgja flæði hjarta og hugar. Það kemur svo tími þar sem þú ert í lagi langa tíma í senn.
4. Það er í lagi að gráta. Gráttu oft. Það er líka í lagi að hlæja. Ekki fá samviskubit yfir jákvæðum tilfinningum og skemmtilegum stundum þó þú sért að eiga við erfiðan missi.
5. Mundu að hugsa vel um sjálfa þig, jafnvel þó þér líði illa og finnist það tilgangslaust. Borðaðu hollan mat og farðu í ræktina. Gerðu þá hluti sem þér finnast skemmtilegir. Mundu, þú ert ennþá lifandi.
6. Alls ekki loka á fólk. Ekki loka þig af og slíta sambandi við þína nánustu eða bestu vini/vinkonur. Með því ertu að særa sjálfa þig og aðra.
7. Það mun enginn bregðast við þinni sorg á fullkominn hátt. Fólk, jafnvel fólk sem þú elskar gæti brugðist þér. Vinir sem þú áttir von á að væru þér innan handar eru ekki til staðar, og fólk sem þú þekkir varla mun senda þér samúðar kveðjur. Undirbúðu þig til þess að fyrirgefa þessu fólki vegna þeirra viðbragða við þinni sorg.
8. Ef þú ert trúuð þá mun Guð vera með þér. Hann fer ekkert og mun ekki bregðast þér. Hann leyfir þér að öskra, gráta og spyrja "hvers vegna"? Þú getur hent öllum þínum tilfinningum í hann. Hann er nálægur þér og þinni sorg.
9. Taktu þér góðan tíma í að virkilega muna eftir manneskjunni sem þú misstir. Skrifaðu um hann eða hana, hugsaðu um allar góðu minningarnar og baðaðu þig upp úr öllum þeim frábæru og góðu stundum sem þið áttuð saman. Það hjálpar.
10. Að horfast í augu við sorgina er betra en að hundsa hana. Ekki fela þig fyrir sársaukanum. Ef þú gerir það þá mun sorgin ná að grassera og hættan er á að þú eigir erfiða tíma framundan.
11. Þú átt eftir að spyrja "hvers vegna?" oftar en þú hélst að væri möguleik á að spyrja að þessu. En þú færð sennilega aldrei svar við þessari spurningu. Það sem getur hjálpað er að spyrja "hvernig?" Hvernig get ég lifað mínu lífi til fullnustu og heiðrað minningu þess sem ég missti? Hvernig get ég elskað betur, hvernig get ég sýnt öðrum mína væntumþykju, hvernig get ég leyft þessu að breyta mér og þroska mig?
12. Þú átt eftir að reyna að flýja sorgina með því að vera upptekin, alltof upptekin. Þú átt eftir að halda, að ef þú hugsar ekki um missinn að þá muni sorgin hverfa. Þetta er alls ekki svona. Það þurfa allir að taka sinn tíma í að syrgja og lækna brotið hjartað.
13. Áfengi, kynlíf, lyf, vinna, sambönd og fleira mun heldur ekki láta sorgina hverfa. Ef þú ert að nota eitthvað til að deyfa þig að þá mun það bara gera allt verra. Leitað þér hjálpar ef þér finnst þú ekki geta átt við þína vanlíðan sjálf.
14. Það er í lagi að biðja um hjálp. Það er í lagi að þarfnast fólks. Það er í lagi, það er í lagi, já það er sko í lagi.
15. Sorg getur verið falleg og djúpstæð. Ekki vera hrædd við það. Gakktu með því. Það gæti komið þér á óvart hvað sorgin getur kennt þér.
Fengið að láni frá einni sem er frábær bloggari og má lesa meira eftir hana HÉR.