Við vissum það: Beikon lengir lífið!
Austurrískir vísindamenn hafa nú gert frábæra uppgötvun fyrir aðdáendur beikons.
Með tilraunum sínum hafa þeir nú sýnt fram á að neysla beikons lengir lífið.
Beikonaðdáendur geta því glaðst yfir góðum tíðindum af beikoni.
Það eru vísindamenn við ETH Zürich, tækniháskóla borgarinnar, sem hafa unnið að rannsóknum á þessa þarfa máli og eftir töluverðar tilraunir hafa þeir sýnt fram á að ef spóluormar fengu vítamínið niacin (B3 vítamín) þá lifðu þeir 10 prósentum lengur en þeir ormar sem ekki fengu þetta vítamín. Hvernig tengist þetta beikoni kunna margir að spyrja og svarið er að það er mikið af niacin vítamíni í beikoni.
Ef að hægt verður að heimfæra þessar niðurstöður yfir á fólk þá myndi fólk sem borðar mikið af beikoni lengja líf sitt um allt að 10 ár. En enn á eftir að sýna fram á að þetta eigi einnig við um fólk og því er í raun alls óvíst að beikon sé lykillinn að löngu og heilbrigðu lífi.
Dagens segir að ef fólk borðar 100 grömm af svínakjöti þá fullnægi það um helmingi B3 vítamínþarfar líkamans. En áður en þú hoppar hæð þína í loft upp og hendist inn í eldhús að steikja beikon þá er rétt að taka fram að beikon hefur einnig sína galla.
Vísindamenn við Harvard háskóla hafa til dæmist komist að því að beikon getur dregið úr gæðum sæðis karla.
Svissnesku vísindamennirnir segja að hið mikla magn af B3 vítamíni í beikoni geti hjálpað til við að lækka magn blóðfitu og draga úr líkunum á að fólk fái hjartaáfall. Þeir segjast einnig hafa komist að því að beikon-vítamínið plati líkamann og fái hann til að trúa að líkaminn sé að stunda líkamsrækt. Það er kannski ekki úr vegi að hafa þetta í huga næst þegar beikon er á boðstólum.
Tengt efni: