Víðavangshlaup í Laugardal 9. maí - hlaupahátíð fyrir alla fjölskylduna
Hlaupahátíð fyrir alla fjölskylduna í Laugardal 9. maí n.k
Fjölskylduhlaup
Klukkan 10:00 hefst Fjölskylduhlaup Ármanns og grænmetisbænda við Þvottalaugarnar í Laugardal.
Hlaupinn er einn 1,5km langur hringur um Laugardalinn. Allir hlauparar fá grænmeti að launum frá grænmetisbændum.
Frí skráning á http://tinyurl.com/skramig
Meistaramót í víðavangshlaupi
Klukkan 11:00 hefst keppnishlaup fyrir alla aldursflokka, Meistaramót í Víðavangshlaupi. Í þetta hlaup mæta allir, hörðustu keppnishlauparar sem nýliðar. Frábært fyrsta keppnishlaup.
Hlaupnir eru hringir, mismargir eftir heildar vegalengd hlaupsins. Endanleg braut verður kynnt á hlaupdag.
Keppnisflokkar[1], vegalengdir[2] og tímasetning:
Karlar og konur 7,5 km 11:00
Piltar og stúlkur U13[3] 1,5 km 11:50
Piltar og stúlkur 13-14ára 1,5 km 12:10
Piltar og stúlkur 15-17ára 3,0 km 12:30
Piltar og stúlkur 18-19ára 6,0 km 13:00
Forskráning á vefnum www.frjalsar.is/vidavangshlaup til hádegis 8. maí. Skráningargjald 1500,-. Skráning á hlaupdag möguleg, þar til 30 mínútur fyrir hlaup, gegn 3000,- króna skráningargjaldi.
Sveitakeppni, þar sem fjórir fyrstu, af hvoru kyni skipa sveit.
Grænmetisbændur gefa sigurvegurum karla og kvenna glæsilegar grænmetiskörfur.