Fara í efni

Vika 3 – staðan frá heilsumömmunni

æja, vika 3 búin... þetta verður stutt yfirferð þar sem litli sjúklingurinn á alveg svakalega bágt og þarf að fá mömmukúr um leið og þetta er komið á prent. Hún finnur svo til, borðar nánast ekkert og á alveg svakalega bágt, núna eru komnir 7 dagar og hver dagur öðrum verri, vonandi fer þetta að fara uppá við.
Vika 3 – staðan frá heilsumömmunni

Jæja, vika 3 búin...  þetta verður stutt yfirferð þar sem litli sjúklingurinn á alveg svakalega bágt og þarf að fá mömmukúr um leið og þetta er komið á prent.  Hún finnur svo til, borðar nánast ekkert og á alveg svakalega bágt, núna eru komnir 7 dagar og hver dagur öðrum verri, vonandi fer þetta að fara uppá við.

Það gekk nokkuð vel í þessari viku, líka miðað við að það var aðeins auka álag á heimilinu en ég fór örlítið pínu smá yfir 25 þús kallinn.  En hvað haldið þið, ég fór á hverjum degi í búð, eða svona næstum því,  ég held að þetta hafi eitthvað með það að gera að ég er að reyna að kaupa sem minnst og það þýðir að það vantar alltaf eitthvað !

sunnudagur, Bónus: 9.838 (ég naði ekki að kaupa allt sem þurfti þar sem ég tók þá snilldarákvörðun að fara labbandi í búðina og þurfti því að geyma nokkra hluti til síðari daga)

sunnudagur, Hagkaup: 2.140

mánudagur, Fjarðarkaup 2228 (lambagúllasið og eitthvað smá grænmeti)

mánudagur, Bónus: 1059

Þriðjudagur, Bónus: 4478 (allt það sem "gleymdist" að kaupa á sunnudaginn)

miðvikudagur, Krónan: 2640.-  (Lét undan þrýstingi og keypti grillaðan tilbúin kjúkling )

fimmtudagur, Bónus: 3.142- (vantaði eitthvað fleira mjúkt fyrir sjúklinginn sem ekki var hægt að fresta, bananar, egg og svo rataði auðvitað eitthvað fleira ofan í körfuna að venju)

föstudagur: Bónus: 1700 (?) grænmeti og eitt dökkt súkkulaði fyrir föstudagskvöldið.

26.170.-

Við höfðum það bara voða gott matarlega þessa viku, við foreldarnir vorum þreytt  á því að fá ekki nægan nætursvefn og það skilaði sér í matarvalinu, lambagúllas, grillaður kjúklingur, lambalæri osv.fr.  eitthvað svona kraftmikið og orkugefandi. Ég fann það hinsvegar alveg að ég var að spara og það kom niður á vali hvað varðar hollustu  en þetta var samt alveg innan skynsemismarka, drykkur á hverjum degi og ferskt grænmeti daglega.  Saknaði þess samt að kaupa ekki spírur, meiri frosin ananas, lax eða fisk og hefði viljað kaupa meira kál og jafnvel einhverjar skemmtilega ávexti, t.d. mangó og melónu. En það flokkast víst undir lúxus 

Jæja, þá er það bara síðasta vikan, það verður spennandi að sjá hvernig hún tekst til. 

Kveðja frá heilsumömmunni