Fara í efni

Vísindamenn vara við því að konur borði fylgjuna eftir barnsburð

Sífellt fleiri konur í hinum vestræna heimi kjósa að borða fylgjuna eftir barnsburð. Til dæmis er vinsælt að láta þurrka hana og taka inn í töfluformi, líkt og má sjá að myndinni hér að ofan.
Vísindamenn vara við því að konur borði fylgjuna eftir barnsburð

Sífellt fleiri konur í hinum vestræna heimi kjósa að borða fylgjuna eftir barnsburð. Til dæmis er vinsælt að láta þurrka hana og taka inn í töfluformi, líkt og má sjá að myndinni hér að ofan.

Þær konur sem kjósa að borða fylgjuna trúa því að það hafi jákvæð áhrif á heilsuna. Engar rannsóknir benda þó til þess að það sé nokkur ávinningur af því að innbyrða fylgjuna, samkvæmt grein sem birt var í tímaritinu Archives of Women’s Mental Health.

Í rannsókninni voru skoðaðar 10 ritrýndar greinar sem könnuðu áhrif þess að borða fylgjuna eftir barnsburð. Engin greinanna sýndi fram á með óyggjandi hætti að þær konur sem innbyrða fylgjuna glími síður við fæðingaþunglyndi, upplifi minni sársauka eða meiri orku eftir fæðingu.

Smelltu HÉR til að lesa þessa grein til enda. 

Grein af vef hvatinn.is