Vöðvaprófun – vísindi eða vitleysa?
Vitleysuvaktin er stöðugt á varðbergi, jafnvel að sumarlagi. Vitleysur stinga upp kollinum hvenær sem er ársins og ekki síst á sumrin þegar fæðubótarkaupmenn leggja áherslu á að selja útiíþróttafólkinu þurrkaða matvöru í smáhylkjum eða undraáburði með ýktum loforðum um frábærlega bættan árangur og líðan.
Mannskapurinn leggst reyndar að mestu í leti yfir sumartímann eins og sjá má af því að skýrslugerð hefur verið frekar stopul undanfarnar vikur. Af nógu er þó að taka.
Auðblekktir íþróttamenn
Á kaffistofunni í morgun var mikið rætt um afreksíþróttamenn, meðal annars af því að í Flettiblaðinu í morgun mátti sjá enn eina dulbúna auglýsinguna þar sem hlaupagarpur hefur verið gabbaður til að koma fram undir nafni og mynd og lýsa því yfir að frábær árangurinn hefði verið því sem næst útilokaður án þess að taka inn Nutri-Lenk fæðubótarefnið sem löngu er staðfest að virkar ekki enda ekkert merkilegra í því en fiskbeinasoð. „Það virkar!“, var haft eftir blessuðum afrekshlauparanum.
Já, því verður seint mótmælt að auðglepjanlegustu fæðubótarfíklarnir eru og verða afreksíþróttafólkið.
Talið barst svo að tennishetjunni Novak Djokowitch sem vann Roger Federer sl. sunnudag á Wimbledon og komst þar með á toppinn í sinni íþrótt. Einhver vaktmaðurinn sagði frá því að hann hefði lesið á netinu að Djokowitch hafi skrifað í bók sinni „Serve to Win“ frásögn af því hvernig „heildrænn“ snillingur hefði greint hjá honum fæðuóþol. Það gerði hann einfaldlega með því einu að leggja brauðsneið á magann á Djokowitch og toga svo í handlegginn á honum. Vaktmenn Vitleysunnar eru löngu hættir að hlæja að svona vitleysum því þessi er mikið notuð sem aðferð til þess að hafa fé af fákunnugum.
Hér skal fjallað lítillega um þetta fyrirbæri.
Vöðvaprófun?
Kennsla í vöðvaprófun ( Af Fb-síðu Heilsumeistaraskólans)
Það sem á Íslensku er oftast nefnt Vöðvaprófunheitir á ensku Applied kinesiology. Mjög mikilvægt er að rugla því ekki saman viðHreyfifræði eða Kinesiology (eða Kinetics) sem er alvöru vísindagrein. Vöðvaprófun er tóm vitleysa byggð á vankunnáttu og hugarburði. Eins og mjög algengt er með svipaðar heilsutengdar vitleysur þá kemur upphaflegi hugarburðurinn upp hjá einum einstaklingi og verður síðan að dellu sem alls konar þykjustulæknar tileinka sér en loddarar nota „vöðvaprófun“ líka óspart til að selja svikavörur samanber Lifewave plástrana þar semvöðvaprófunarleikrit er oft sett á svið í sölukynningum.
Smelltu HÉR til að lesa þessa mjög svo áhugaverðu grein af vitleysuvaktinni.