Jóga og kynlíf
Þeir sem stunda jóga vita að það er ekkert leyndarmál að margar af jóga stellingum eru ansi svipaðar þeim sem notaðar eru þegar kynlíf er stundað.
Í könnun sem gerð var á þessu ári af the Journal of Sexual Medicine bendir allt til þess að það sé bein tenging milli jóga og löngunar í kynlíf. Stundir þú jóga ertu að öllum líkindum virkari í kynlífi en þeir sem ekki stunda jóga.
Í gegnum árin hefur the Journal of Sexual Medicine gert margar kannanir í tengslum við jóga og kynlíf, en þessi nýjasta frá þeim er skýrt dæmu um að bæði konur og karlmenn sem stunda jóga reglulega hafa þann ávinning að búa yfir aukinni kynferðislegri löngun.
Og jafnvel endast mun betur og lengur í rúminu.
Í könnunni voru fengnar konur á aldrinum 22-55 ára til að klára 12 vikna prógramm í jóga þar sem þær stunduðu jóga í klukkustund á hverjum degi.
Niðurstöðurnar voru ekki ótvíræðar, allar konurnar sem tóku þátt í könnunni höfðu sömu sögu að segja: aukin löngun í kynlíf, auðveldara að fá fullnægingu og yfir 20% aukning í löngun að stunda virkt kynlíf.
Niðurstöðurnar fyrir karlmennina voru mjög svipaðar. Karlmenn á aldrinum 24-60 tóku þátt í könnunni og allir höfðu sömu sögu að segja: aukin löngun í kynlíf, fengu meira út úr fullnægingu en áður og voru öruggari í rúminu varðandi frammistöðu.
Það er engin spurning að það eru nautnafullar æfingar í jóga, en hvernig stendur á því að kynlíf verður betra stundir þú jóga?
Það er ekki hægt að segja nákvæmlega afhverju en það er talað um að það sé samspil margra hluta, t.d öndunin í jóga og það að ná algjörri slökun og gleyma daglegu amstri og losa sig við stress og kvíða. Allt eru þetta hlutir sem gera kynlíf betra.
Það nýtur enginn kynlífs með áhyggur dagsins eða morgundagsins fastar í huganum.
Í könnunni kemur einnig fram að sumar stellingar í jóga styrkja grindarbotnsvöðvann og hjálpa til við að fá betra blóðflæði í neðri hluta líkamans.
Það er aðalega talað um þessar tvær jóga stellingar :
“Cat” (Marjarasana) þú byrjar á höndum og hjám, axlir miða við úlniðinn og mjaðmir beint upp frá hnjám, bakið sveigt upp og háls og höfuð niður á við. (eins og hræddur köttur) svo dregur þú andann nokkrum sinnum djúpt með jóga öndun og slakar svo á.
Önnur jóga stelling sem talað er um er þessi :
“Knee to chest” (Pavanmukatasana) þú liggur á bakinu með fætur beina. Andar út um leið og þú beygir hægri fótinn og togar hnéð upp og setur höfuðið á móti, heldur og andar nokkrum sinnum og skiptir svo um fót. Síðan slakar þú á.
Hin upprunalega meginregla jóga kennir viðurkenningu, meðvitun og sjálfstraust.
Þegar þú ert ánægð/ur með líkama þinn og tekur honum eins og hann er kemur sjálfstraustið sjálfgefið og með því betra kynlíf og það getur hjálpað þér að opna þig meira í svefnherberginu og láta af allri feimni.
Það má þannig segja að jóga er “win-win” frá a-ö.