Fara í efni

10 leiðir að hollari matarinnkaupum

Öll stöndum við reglulega frammi fyrir því að vita ekki hvað við eigum að kaupa inn og ég tala nú ekki um ef við erum að hugsa um að skipta um lífsstíl. Þá vantar oft góðar hugmyndir. Hér eru 10 góð ráð til að hjálpa okkur að finna réttu leiðina til hollari matarinnkaupa.
Hollari matarinnkaup
Hollari matarinnkaup

Öll stöndum við reglulega frammi fyrir því að vita ekki hvað við eigum að kaupa inn og ég tala nú ekki um ef við erum að hugsa um að skipta um lífsstíl. Þá vantar oft góðar hugmyndir. Hér eru 10 góð ráð til að hjálpa okkur að finna réttu leiðina til hollari matarinnkaupa.
  
Þegar við Íslendingar fluttumst í stórum stíl á mölina úr sveitinni þá urðu matvörubúðirnar okkar akrar. Þessi samþjöppun okkar í borgir og bæi hefur leitt til þess að matur á helst að vera fljótlegur og þægilegur að grípa.  Allir eru á fullu í vinnu  og oft gefst ekki tími í mikla matseld. Þessi óheillaþróun  í matarvali okkar hefur skilað sér í:

  • Mikið af unnum mat með ýmsum óæskilegum aukaefnum. Aukið framboð skyndibita.
     
  • Orkumikill matur en oft næringarsnauður. Fullt af hitaeiningum en lítið af nauðsynlegum vítamínum og steinefnum.
     
  • Afleiðing þessara breytinga á matarvali okkar ásamt hreyfingarleysi á stóran þátt í heilsubresti sem hrjáir mörg okkar.

Við getum snúið við þessari þróun með því að gera meðvitaðri matarinnkaup. Hér eru nokkrar góðar reglur til að hafa í huga til að stuðla  að hollum matarinnkaupum:

  1. Kaupið  ferskar afurðir og forðist mikið unnan mat. Veljið t.d frekar lífrænar vörur ef þær eru á boðstólnum. Vinnið matinn frá grunni í stað þess að versla tilbúnu réttina. Með þessu vitið þið hvað þið eruð að láta ofan í ykkur og eruð auk þess að næra líkama ykkur mun betur. Ef þið hafið möguleika á að versla við bónda beint frá býli, endilega nýtið það.
     
  2. Lærið að lesa innihaldslýsingar og næringargildi matvara. Innihaldslýsing og næringargildi matvara eru leiðirvísir um hollustu matvara. Ef þið eruð í vafa um hollustu matvörunnar, skilið þá vörunni aftur í hilluna. Einföld regla varðandi innihaldslýsingu, er að magn innihaldsefna er í minnkandi röð efna. Næringargildi segir hinsvegar til um fjölda hitaeinginga (kkal); magn kolvetna, próteina, fitu,vítamína og steinefna.
     
  3. Forðist  flestar  matvörum í kössum, boxum, með teiknimyndafígúru  á og í skærum litum. Framleiðendur matvara vita að litir höfða mikið til skynjanna okkar og við veljum frekar vörur þar sem skærir litir s.s gulur, rauður eða blár eru ríkjandi.  Þvímiður eru óhollar matvörur oft hafðar í litríkum umbúðum.
     
  4. Gerið lista yfir matarinnkaupin. Með því að hafa lista yfir það sem maður ætlar að kaupa  þá freistast maður síður til þess að versla eitthvað sem óhollt eða ónauðsynlegt.
     
  5. Ekki versla svöng, stressuð eða döpur. Það er staðreynd að við borðum óhollara ef okkur líður illa. Við verðlaunum okkur oft með óhollum mat s.s sætindum og ís þegar okkur líður illa.
     
  6. Verslið sem mest í jöðrum verslana. Í jöðrum verslananna eru fersku matvörurnar s.s brauð, ávextir, grænmeti, mjólkurvörur, egg og fiskur...LESA MEIRA
Heimild: hjartalif.is