Fara í efni

5 einföld og fljótleg ráð fyrir ferðalagið

Hluti af því að skapa lífsstíl og upplifa langvarandi árangur að þyngdartapi og heilsu er að velja ávallt það besta fyrir líkama þinn, líka þegar þú ert upptekin eða á ferðinni. Mörg okkar geta verið sammála því að við njótum þess að ferðast og fara til sólarlanda og þegar við erum í fríi, viljum við helst bara vera í fríi og sleppa öllum „skyldum” sem við setjum okkur heimavið hvað varðar mataræði og hreyfingu.
Fallegt
Fallegt

Hluti af því að skapa lífsstíl og upplifa langvarandi árangur að þyngdartapi og heilsu er að velja ávallt það besta fyrir líkama þinn, líka þegar þú ert upptekin eða á ferðinni.

Mörg okkar geta verið sammála því að við njótum þess að ferðast og fara til sólarlanda og þegar við erum í fríi, viljum við helst bara vera í fríi og sleppa öllum „skyldum” sem við setjum okkur heimavið hvað varðar mataræði og hreyfingu.

Þegar haldið er heim skellur þá gjarnan raunveruleikinn við á ný, því við áttum okkur á því að við þurfum að fara taka okkur á eftir sukkið!

Hollráðin sem ég deili með þér í dag eru einmitt þau sem hjálpa mér að viðhalda þyngd, orku og heilsu þegar ég ferðast, án þess að líða eins og ég sé að „banna” mér um neitt. 

1. GOTT SNARL

Oftast áður en ég fer í ferðalag er ég búin að finna hollustu verslun eins og Whole foods eða aðrar í nágrenni við dvalarstaðin minn. Það geri ég einfaldlega með því að nota google.com. Þá kaupi ég gjarnan eitthvað sem einfalt er að grípa í milli mála eins og lífræna ávexti, raw stangir eða hnetur. Ef ég finn ekki verslun nálægt dvalarstaðnum áður en haldið er í frí tek ég einfaldlega með mér eitthvað slíkt í ferðatöskuna. Ég hef meira að segja gengið svo langt að taka sérstaka gulrótarsafa minn með mér í ferðatökuna umvafin 3 plastpokum fyrir helgarferð.

2. GÓÐAN VATNSBRÚSA

Copy of 14 daga sykurlaus áskorun (2)

Ég drekk mjög mikið vatn. Þegar ferðast er til landa í heitu loftslagi er mikilvægt að drekka nóg af vatni. Gott er að hafa vatnsbrúsa með hreinsandi síu fast við ef vatnið í landinu sem þú ferðast er ekki drykkjarhæft. Með þessu sparar þú bæði pening og styður við græna jörð. Kostur þess að ganga um með vatnsbrúsa er einnig sá að það getur hvatt þig til þess að drekka meira vatn og minna af öðru.

3. VÍTAMÍN  

Copy of 14 daga sykurlaus áskorun (1)

Þegar ég ferðast tek ég vítamínin mín með mér. Ég set vítamín fyrir hvern dag fyrir sig í lítið ílát eða plastpoka svo auðvelt sé að grípa í um morguninn, því í ferðalögum vill ég nýta allan tíman sem ég hef í útivist, afslöppun og skemmtun. Þar sem mörg borða öðruvísi í ferðalögum og gjarnan mjög framandi mat getur það að taka vítamín stutt við jafnvægi á matarlöngunum, dempum á sykurþörf, þyngdarstjórnun og orku.

4. GRÆNT OFUR DUFT 

Copy of 14 daga sykurlaus áskorun (3)

Ef ég hef litla sem enga aðstöðu að útbúa morgunmat á þeim stað sem ég dvel tek ég gjarnan með  grænt næringar- og prótein duft í poka sem ég útbý sjálf og um morguninn bæti ég því út í vatn og hristi. Mitt val í þessu ferðalagi var að nota næringarduft ríkt af gerlum og sjávarþörungum sem ég fæ frá mammaveitbest í einnota pokum. Þar sem ónæmiskerfi margra veikist gjarnan við nýtt umhverfi, öðruvísi loftslagi og mataræði getur það ollið því að meltingarflóran finni til. Þá kemur græna næringarríka duftið sérstaklega vel inn og styður við heilbirgða flóru, veitir orku og kemur í veg fyrir hægðartregðu.

5. CHIA, CHIA, CHIA

Ég elska chia fræ og nota þau mikið þegar ég ferðast. Henta þessi litlu, orkumiklu og hentugu fræ sér vel þegar huga á eftir einhverju fljótlegu. Það er auðvelt að bæta þeim út í vatn, ásamt grænu næringardufti (sem ég talaði um í lið 4) og drekka. Einnig má blanda chia fræjunum við vatn og neyta sem graut með berjum, banana og/eða möndlumjólk. Blandaðu einfaldlega 1 msk af chia saman við 4 msk af vatni og njóttu í morgunmat eða miðdegissnarl til að temja hungur eða sykurþörf.

Ef greinin vakti áhuga smelltu á like hnappann og deildu með vinkonu/vin sem ferðast.

Lífsstíll er það sem ég hef skapað mér. Sá sem gefur mér varanlegan árangur í þyngdartapi, orku og vellíðan. Mér líður aldrei eins og ég sé að „banna” mér um neitt. Ég hef leitt yfir hundruðir kvenna og hjóna að slíkum lífsstíl með „Nýtt líf og Ný þú þjálfun”.

Getur þú farið hér og fengið einfaldan 3 skrefa leiðarvísi og komið orku og þyngdartapi af stað.

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi