Fara í efni

8 ástæður til að borða mettaða fitu

Menn hafa neytt mettaðrar fitu í hundruð þúsunda ára.
8 ástæður til að borða mettaða fitu

Menn hafa neytt mettaðrar fitu í hundruð þúsunda ára.

Fyrir nokkrum áratugum var mettuð fita hins vegar fordæmd og því lýst yfir að hún orsakaði hjartasjúkdóma.

Hins vegar sýna nýlegar rannsóknir fram á að sú staðhæfing er með öllu röng.

Hér koma 8 ástæður fyrir því að við eigum alls ekki að óttast mettaða fitu.

1. Mettuð fita eykur stærð LDL kólesterólsins

Kólesteról er lífsnauðsynleg sameind og allar frumur mannslíkamans innihalda mikið af því.

Kólesteról er notað til að byggja hormón eins og kortisól, testósterón og estradíol.

Án kólesteróls myndum við deyja… og mannslíkaminn hefur þróað með sér flókin ferli til framleiðslu þess og til að ganga úr skugga um að við höfum alltaf nægar birgðir þess.

En prótín sem dreifir kólesteróli um blóðrásina, kallað LDL (Low Density Lipoprotein) hefur verið tengt aukinni hættu á hjartasjúkdómum.

Hins vegar sýna nýlegar rannsóknir að til eru undirgerðir LDL:

Smáar, þéttar LDL: Agnir sem eru smáar og þéttar og eiga auðvelt með að þrýstast inn í æðaveggina (1 ,23)

Stórar LDL: Agnir sem eru stórar og lausar í sér svipað og bómullarhnoðrar. Þessar agnir tengjast EKKI aukinni hættu á hjartasjúkdómum. (45)

Mettuð fita fjölgar stórum LDL… sem segir okkur að tenging á neyslu mettaðrar fitu og hækkunar á kólesteróli á ekki við (67).

Niðurstaða: Neysla mettaðrar fitu eykur lítillega stórar LDL agnir, undirgerð LDL sem tengist ekki hjartasjúkdómum.

2. Mettuð fita eykur HDL kólesteról

Þeir sem prédika gegn neyslu á mettaðri fitu skauta iðulega yfir þá staðreynd að mettuð fita hefur einnig áhrif á aðra gerð kólesteróls… HDL.

HDL (High Density Lipoprótein) er einnig þekkt sem “góða” kólesterólið.

Það flytur kólesterólið frá æðakerfinu að lifrinni, þar sem það er annað hvort losað út eða endurunnið.

Því hærra sem HDL gildi þitt er, því minni hætta á hjartasjúkdómum…. og mettuð fita eykur gildi HDL í blóðinu (8910).

Niðurstaða: Neysla mettaðrar fitu hækkar gildi HDL í blóðinu (góða kólesterólsins), sem dregur úr líkum á að þú fáir hjartasjúkdóm.

3. Mettuð fita veldur ekki hjartasjúkdómum

Gríðarstór yfirlitsgrein sem gefin var út árið 2010, tók fyrir gögn úr 21 rannsókn þar sem fjöldi þátttakenda var samtals 347.747 einstaklingar.

Greinarhöfundar fundu nákvæmlega enga tengingu milli mettaðrar fitu og hættu á hjartasjúkdómum (11).

Aðrar kerfisbundnar rannsóknir sem leitast hafa við að sýna fram á að mettuð fita auki hættu á hjartasjúkdómum hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir tengingu á milli þessa tveggja (1213).

Nei, hugmyndir um að mettuð fita sé ástæða hjartasjúkdóma eru ekkert nema hleypidómar, byggðar á gölluðum rannsóknum vísindamanna sem voru búnir að gefa sér fyrirfram ákveðna niðurstöðu.

Á einhvern hátt náðu þessar hugmyndir þó fótfestu og urðu að almennri þekkingu. Bæði fjölmiðlar og heilbrigðisstarfsfólk trúðu því að “mettuð fita stíflaði æðar” og væri því skaðleg.

Niðurstaða: Það eru nákvæmlega engar sannanir fyrir því að mettuð fita sé tengd hjartasjúkdómum. Að halda öðru fram eru hleypidómar sem enginn fótur er fyrir.

4. Mettuð fita getur dregið úr líkum á heilablóðfalli


Heilablóðfall, eða slag, verður þegar truflun er á blóðflæði til heila.

Heilablóðfall getur skemmt heilavef og er meðal algengustu ástæða fötlunar og dauða í vestrænum löndum.

Raunar er heilablóðfall önnur aðalástæða dauða hjá meðal og tekjuháum þjóðum, strax á eftir hjartaáföllum.

Til eru nokkrar rannsóknir sem sýna fram á að neysla mettaðrar fitu tengist minni hættu á slagi, þó skal geta þess að niðurstöður sýna ekki alltaf tölfræðilega marktæk tengsl (1415).

Niðurstaða: Heilablóðfall er ein af helstu ástæðum dauðsfalla. Nokkrar rannsóknir sýna fram á að neysla mettaðrar fitu dregur úr líkum á heilablóðfalli.

5. Mettuð fita skemmist síður við háan hita

Mun minni líkur eru á að mettuð fita breytist við snertingu við súrefni en ómettuð fita.

Ómettuð fita, sérstaklega fjölómettuð, inniheldur fjölda tvöfaldra efnatengja og því líklegra að hún þráni (oxist) þegar hún kemst í snertingu við súrefni (16).

Þegar ómettuð fita tengist súrefni við háan hita skemmist hún.

Þess vegna er mettuð fita eins og smjör og kókosolía betri kostur þegar þú eldar við háan hita.

Niðurstaða: Ef elda á við háan hita, er mettuð fita besti kosturinn, þar sem hún er stöðugri og hvarfast ekki auðveldlega við súrefni.

6. Fæða sem inniheldur mettaða fitu er næringarrík

Það er mikið af hollu fæði sem er náttúrulega ríkt af mettaðri fitu. Þessar fæðutegundir eru yfirleitt mjög næringarríkar og innihalda mikið magn fituleysanlegra vítamína.

Helstu dæmin eru kjöt, egg, innyfli og fituríkar mjólkurafurðir. Lykilatriði hér er að borða afurðir þar sem dýrin neyttu fæðis sem var þeim náttúrulegt, eins og gras er nautgripum.

Kjöt-, mjólkurafurðir og egg dýra sem lifa í sínu náttúrulega umhverfi eru mun næringarríkari en sömu afurðir verksmiðjuframleiddar. Þessar afurðir eru sérstaklega auðugar af fituleysanlegum vítamínum, eins og A, E og K2 vítamínum (1718192021).

Niðurstaða: Náttúruleg fæða sem inniheldur mettaða fitu er að öllu jöfnu mjög næringarrík og sérstaklega rík af fituleysanlegum vítamínum.

7. Fituríkt fæði hentar vel þegar þú vilt léttast

Við heyrum iðulega að “fituríkt fæði” geri þig feitan.

Það er þó aðeins hálfur sannleikurinn.

Vestrænt mataræði er fitandi… en það er vegna þess að það inniheldur yfirleitt mikið magn sykurs og unninna kolvetna, EKKI bara mikið af fitu.

Fæðutegundir sem eru fituríkar en innihalda lítið magn kolvetna virka raunar þveröfugt.

Lág- kolvetnis mataræði sem inniheldur yfirleitt mikið af mettaðri fitu orsakar reyndar að þú tapar meiri þyngd en mataræði sem inniheldur litla fitu. Það eykur einnig öll mæligildi góðrar heilsu mun betur en fitulítið mataræði (222324).

8. Mettuð fita er ótrúlega góð

Beikon, ostur, kjöt, egg, smjör… líf með mettaðri fitu er margfalt betra en líf án hennar.

 

Af vef betrinaering.is