8 frábærar ástæður til þess að drekka gúrkuvatn daglega
Gúrkuvatn er drykkur sem þú skalt hafa í huga næst þegar þig þyrstir í vatnssopa.
Ekki drepur það einungis þorstann heldur getur það gert líkamanum afar gott og meira segja útlitið græðir á gúrkuvatni.
Kíktu bara á þessar ástæður af hverju gúrkuvatn er svona gott fyrir alla.
1. Hjálpar til gegn vökvatapi
Líkaminn verður ekki fyrir vökvatapi ef þú drekkur gúrkuvatn reglulega, einnig passar það upp á að líkamshitinn sé réttur.
Þú munt hafa meiri orku og hjálpa líffærum að vinna rétt því þau eru að fá nóg af vatni.
Gúrkuvatn bætir örlitlu extra í vatn sem gerir það að verkum að þú drekkur meira af því.
2. Í gúrkuvatni eru vítamín og steinefni
Vatn er mikilvægt fyrir líkamann, en eitt og sér þá er það ekki ríkt af vítamínum. Þegar þú bætir gúrku saman við vatnið ertu að bæta í það vítamínum og steinefnum sem hjálpa þér að halda réttu jafnvægi á þörf líkamans á þessum efnum og einnig með réttu mataræði auðvitað.
3. Lækkar blóðþrýstinginn
Það skiptir miklu máli að blóðþrýstingur sé í lagi. Ef hann er í lagi þá ertu að verja líkaman gegn áföllum eins og heilablóðfalli,hjartaáfalli, nýrnasjúkdómum og missi á sjón. Gúrkuvatn passar upp á vökvabúskap líkamans og þannig lækkar það blóðþrýstinginn. Þessu má þakka þeim 4% af kalíum sem gúrkan inniheldur.
4. Getur dregið úr því að þú borðir milli mála
Að drekka glas af gúrkuvatni þegar þú finnur fyrir hungri getur hjálpa þér að sleppa nartinu fram að næstu máltíð. Það er nefnilega ekkert sniðugt að borða þegar maður er ekki í raun svangur, það getur leitt til þess að þú ferð að bæta á þig aukakílóum.
Þegar þú heldur að þú sért svöng og það er ekki kominn matartími athugaðu þá hvort það sé ekki bara þorstinn sem er að plaga þig.
5. Róar húðina
Að passa upp á vökvabúskapinn í líkamanum hjálpar húðinni að halda raka og mýkt og með því að bæta gúrku í vatnið þá ertu að gefa henni auka vítamín og steinefni.
Gúrkan inniheldur silica sem er afar gott fyrir húðina.
6. Gott fyrir vöðvana
Hvort sem þú ert að reyna að hlaða á þig vöðvum eða ekki að þá er gúrkuvatn afar gott til að halda vöðvum sterkum. Þetta efni, silica hjálpar einnig vöðvavefjum að halda sér heilbrigðum.
Glas á dag af gúrkuvatni er frábær viðbót til að vera heilbrigður, hugsa um húðina og vöðva.
7. Er gott ef þú ert að hreinsa líkamann
Ef þú ert að hreinsa líkamann af þeim eiturefnum sem við komumst í tæri við daglega þá er gúrkuvatn alveg frábært til þess. Það gjörsamlega skolar út öllum óþvera og gefur líkamanum raka í leiðinni.
8. Gæti haft góð áhrif gegn krabbameini
Það er ekki sannað að gúrkur geti haft mikilvæg áhrif gegn krabbameini en hún allavega eykur ekki á líkurnar á krabbameini.
Gerðu það að vana þínum að eiga könnu af gúrkuvatni í ísskápnum og þú ert í góðum málum.
Grein af vef bembu.com