Að meðhöndla flensu einkenni heima
Það vita allir hversu leiðinlegt það er að liggja heima í flensu og ekkert gengur að losna við hana.
Hérna eru nokkur ráð sem kannski duga í einhverjum tilvikum og reka flensu drauginn á brott.
10 fæðutegundir sem gott er að borða ef þú ert með flensu
Frostpinnar
Ískaldur frostpinni getur létt á sárri hálsbólgu eða þurrki í hálsi. Frostpinninn hjálpar einnig til við að þú þornir ekki upp sökum vökvaskorts, en lykillinn að losna við flensu er einmitt að drekka nægan vökva. Reyndu að finna frostpinna sem eru gerðir úr 100% ávaxtasafa eða búðu þá til sjálf.
Kalkúna samloka
Kalkúnn er fitulítill en ríkur af próteini sem skiptir miklu máli þegar kemur að næringu. Þú hefur kannski ekki mikla matarlyst en að borða smávegis gefur líkamanum orku til að berjast við pestina sem er að hrjá þig.
Grænmetis safar
Að búa til salat og borða er örugglega afar neðarlega á listanum þegar maður er lasinn. En það er gott fyrir kroppinn að drekka glas eða glös af grænmetissafa. Þá ertu að fylla líkamann af andoxunarefnum.
Kjúklinga súpa
Hún er næringarík og þú færð vökva í líkamann. Það eru líka einhver vísindi sem segja að kjúklingasúpa hafi læknandi áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að heit kjúklingasúpa geti örvað litlu hárin sem eru í nösunum á okkur og eru þau nauðsynleg til að verja okkur frá bakteríum og vírusum.
Hvítlaukur
Ef þú ert til í hann þá er gott að bæta hvítlauk í súpur. Hvítlaukur virðist hafa áhrif á ónæmiskerfið og hjálpar einnig ef þú ert með meltingatruflanir.
Engifer
Magaverkur? Ógleði? Engifer er akkúrat það sem að róar þessi einkenni niður. Reyndu að rífa engifer saman við matinn sem þú ert að borða eða jafnvel ef þú átt djúsvél að búa til engiferdrykk með spínat og berjum.
Heitt te
Grænt, Oolong og svart te eru full af andoxunarefnum. Og að anda inn gufunum frá teinu getur losað um stíflað nef. Settu hunang saman við og kreistu sítrónu með til að losa um óþægindin sem fylgja hálsbólgu.
Bananar
Í sneiðum, stappaðir eða borðaðir heilir, eru bananar góðir í magann. Ef þú ert heima með ælupest og hefur enga matarlyst þá er gott að grípa í banana. Einnig ef þú er með bæði upp og niður að þá er mælt með hrísgrjónum því þau eru stemmandi við niðurgang.
Ristað brauð
Ef þú kemur einhverjum mat niður, reyndu þá ristað brauð. Það er gott í magann og fer einnig vel með súpum.
Drykkir í stað máltíðar
Ef þú ert að fá matarlystina aftur, prufaðu þá að búa til drykk í djúsvélinni þinni. Gott er að bæta próteini saman við grænmetið og ávextina sem þú ætlar að nota drykkinn.
Heimild: webmd.com