Æðislega gott kartöflusalat með beikoni og Ranch sósu
Afar girnileg útgáfa af kartöflusalati.
Þetta salat er mjög gott með t.d grilluðu kjöti eða með kjúkling sem dæmi.
Uppskrift er fyrir 8.
Hráefni:
Fyrir salat:
1 kg af kartöflum – skera í bita
5-6 sneiðar af beikoni – baka í ofni og skera niður
¼ bolli af niðurskornum grænum lauk eða rauðlauk
2 soðin egg – skera niður
½ bolli af söxuðu selleríi
1 bolli af cheddar osti – rífa hann
Sósan:
1 bolli af elduðu korni – gular baunir
½ bolli af cheddar osti – rifnum
Dressingin:
½ bolli af sýrðum rjóma
¼ bolli af ranch dressingu
¼ bolli af bbq sósu
½ tsk af hvítlauksdufti
½ tsk af laukdufti
½ tsk af chillí dufti
¼ tsk af papriku kryddi
Gróft salt eftir smekk
Svartur pipar eftir smekk
Leiðbeiningar:
Setjið niðurskornu kartöflurnar í stóran pott og látið vatnið flæða yfir þær.
Látið suðuna koma upp og eldið kartöflur þar til þær eru mjúkar. Tekur um 15 mínútur, fer eftir stærð bitanna.
Þegar kartöflur eru soðnar skal taka þær af hita, hella af þeim og láta þær kólna alveg. Gott að setja inn í ísskáp.
Takið skál og blandið saman sýrðum rjóma, bbq sósunni, hvítlauksdufti, laukdufti, chillí dufti, papriku kryddi og salti og pipar. Smakkið til.
Bætið nú kartöflum, beikoni, lauk, eggjum, sellerí, korni og osti saman við dressinguna. Hrærið þessu varlega saman.
Leyfið að standa í um hálftíma áður en borið er fram.
Gott er að bæta auka beikoni yfir allt salatið í skálinni.
Njótið vel!