Fara í efni

7 ástæður til að borða perur

The Natural News birtu grein á síðu sinni um ágæti þess að borða perur. Peran hefur ekki verið sérstaklega áberandi í umræðunni um hollan mat, en samkvæmt þessari grein virðist peran hafa ansi marga kosti. Því er tilvalið að setja peru í nestið hjá öllum fjölskyldumeðlimum.
7 ástæður til að borða perur

The Natural News birtu grein á síðu sinni um ágæti þess að borða perur. Peran hefur ekki verið sérstaklega áberandi í umræðunni um hollan mat, en samkvæmt þessari grein virðist peran hafa ansi marga kosti. Því er tilvalið að setja peru í nestið hjá öllum fjölskyldumeðlimum.

Mikill ávinningur getur fengist með því að borða peru, eitthvað sem við höfum ekki endilega leitt hugann að hingað til. Það getur minnkað hættuna á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli, einnig getur það styrkt ónæmiskerfið svo eitthvað sé nefnt.

Minnkuð hætta á hjartasjúkdómum

Rannsókn sem gefin var út árið 2007 í blaðinu American Journal of Clinical Nutrition leiddi í ljós að konur sem borðuðu ávexti sem innihéldu mikið flavonóíð, eins og perur og epli, minnkuðu líkurnar á að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta átti sérstaklega við um konur á breytingaskeiðinu.

Minnkuð hætta á heilablóðfalli

Rannsókn sem birtist árið 2011 í blaðinu Stroke: Journal of the American Heart Association greindi frá því að það að borða ávexti sem innihalda hvítt kjöt, eins og pera, getur minnkað hættuna á heilablóðfalli töluvert. Þátttakendur sem borðuðu 171 gramm af þessum ávöxtum eða meira á dag minnkuðu hættuna á heilablóðfalli um allt að 52% miðað við þá sem borðuðu minna en 75 grömm. Rannsakendur halda að þetta sé vegna mikils magns trefja og flavoníóðs í þessum ávöxtum.

Þyngdartap

Perur eru fullar af trefjum og ein miðlungs stór pera inniheldur um 20% af ráðlögðum dagskammti af trefjum. Trefjar eru taldir tengjast því að geta minnkað hættuna á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli, en þeir eru einnig taldir hafa góð áhrif á þyngdarstjórnun.

Styrkja ónæmiskerfið

Perur innihalda mikið af andoxunarefninu flavonóíð, en það getur hjálpað við að styrkja ónæmiskerfið. Því er ekki vitlaust að jappla á einni peru eða svo þegar kvef er í aðsigi.

Góðar fyrir ristilinn

Trefjarnar í perum geta líka verið góðar til að viðhalda góðri starfsemi í ristlinum. Einnig má finna efni í perum sem kallast pectin og getur það haft væg hægðarlosandi áhrif svo tilvalið er að prófa að fá sér peru ef hægðartregða er til staðar.

Uppspretta orku

Perur eru góð uppspretta orku og eru því tilvaldar í nesti fyrir alla fjölskylduna. Náttúrulegi sykurinn í perum hjálpar til við að ná jafnvægi á blóðsykrinum og veita orku.

Minnkar bólgur

Perur virðast geta minnkað bólgur á náttúrulegan hátt. Það er efnið flavonóíð quercetin sem hefur þessi áhrif. Þetta getur verið mikill ávinningur fyrir kvilla eins og vefjagigt og stífar æðar.

Því virðist pera geta bætt og kætt heilsuna, þá sérstaklega vegna trefjanna og flavonóíðs sem hún inniheldur, og því um að gera að borða perur reglulega.

 

Tekið af hjartalif.is