Avókadó kóríander dressing/ídýfa
Avókadó fer vel með meltinguna enda er það afar auðmelt.
Avókadó fer vel með meltinguna enda er það afar auðmelt.
Í avókadó má finna yfir 25 nauðsynleg næringarefni eins og járn, kopar, magnesíum og auðvitað góðu mettuðu fituna.
Avókadó er einnig afar ríkt af glutathione sem kallað er móðir allra andoxunarefna. Þetta efni styrkir ónæmiskerfið, hjartað og byggir upp sterkt taugakerfi og einnig, þá hægir það á ótímabærri öldrun.
Uppskrift er fyrir 1-2.
Hráefni:
1 stórt avókadó eða 2 minni
2 bollar af kúrbít – án hýðis og skorin niður
2 stórar döðlur án steina
¼ bolli af kóríanderblöðum
½ sítróna – nota safann
Svo má nota salt og pipar eftir smekk
Leiðbeiningar:
Blandið öllu hráefni saman í blandara þar til mjúkt. Bætið vatni við eftir þörfum. Passið bara ef þið viljið hafa dressinguna þykka að nota ekki of mikið vatn. Mælt er með ½ bolla.
Ef dressing er höfð þykk er hún mjög góð sem ídýfa.
Þessi dressing er dásamleg ofan á salöt, eða með hráu grænmeti eins og gúrku, blómkáli og papriku.
Njótið vel!