Banana-Pistasíuís
Þegar bananarnir á mínu heimili komast á eftirlaun þá baka ég stundum bananabrauð. Stundum búta ég þá niður og skelli þeim í frystinn.
Frosna banana er gott að nota í hvaða smoothie eða shake sem er og algjörlega ómótstæðilegt að búa til ís úr þeim.
Í þetta skiptið bjó ég til banana-pistasíuís en í honum leynist líka avocado sem gefur silkimjúka áferð og frekara næringarbúst. Dass af kókosmjöli, döðlum og vanillu setur svo punktinn yfir I-ið.
Eins og þeir segja á enskunni.... here is how...
Banana-Pistasíuís
2 vel þroskaðir og frosnir bananar
1/2 vel þroskað avocado
2-3 msk pistasíuhnetur frá Sólgæti (+ meira til skrauts)
1 msk kókosmjöl frá Sólgæti
2 döðlur frá Sólgæti
1/2 tsk vanilludropar
Aðferð
1) Setjið allt nema pistasíuhneturnar í matvinnsluvél og vinnið allt saman í silkimjúkan ís.
2) Bætið pistasíuhnetunum við og blandið í örstutta stund (5 sek max) í matvinnsluvél.
3) Berið fram strax og skreytið með pistasíuhnetum eða stingið í frysti til að borða síðar.
Ég mæli með því að þið látið ísinn standa í 2 klst áður en þið neytið hans samdægurs. Ég veit - biðin er erfið.
Frábær uppskrift frá henni Birnu.