Fara í efni

Bestu og verstu hnetur fyrir heilsuna

Hnetur eru fullar af fitu sem er góð fyrir hjartað. Einnig finnur þú prótein, vítamín og steinefni í hnetum.
Bestu og verstu hnetur fyrir heilsuna

Hnetur eru fullar af fitu sem er góð fyrir hjartað. Einnig finnur þú prótein, vítamín og steinefni í hnetum.

En samt, þá eru sumar tegundir betri en aðrar.

Hnetur eru leið náttúrunnar til að sýna okkur að góðir hlutir koma í litlum pakkningum.

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um hvaða hnetur eru góðar og hvaða hnetur eru ekki eins góðar fyrir heilsuna.

Hnetur eru ríkar af fitu og kaloríum og þess vegna tilvaldar ef nart-tilfinningin kemur upp svona rétt fyriri kvöldmat.

Bestu hneturnar ef þú ert að grenna þig

Möndlur, kasjúhnetur og pistachios

Allar hnetur innihalda næstum sama magn af kaloríum í hverju grammi og eru holl viðbót við mataræðið.

Hnetan sem inniheldur lægsta magn kaloría á gramm eru möndlur. 23 möndlur eru 6 gr prótein og 14 gr af fitu.

Kasjúhnetur – 16 til 18 hnetur eru 5 gr af próteini og 13 gr af fitu.

Pistasíur – 49 hnetur eru 6 gr af próteini og 13 gr af fitu.

Forðist hnetur sem eru forpakkaðar og ristaðar í olíu, það á að borða þær hráar eða þurrristaðar.

Verstu hnetur fyrir mataræðið

Macadamian hnetur og pekan

Macadamian hnetur – 10-12 stk innihalda 2 gr af próteini og 21 gr af fitu.

Pekan hnetur – 18-20 stk innihalda 3 gr af próteini og 20 gr af fitu.

Þessar hnetur innihalda meira magn af kaloríum en þær sem voru áður upptaldar.

Þessar hnetur eru samt alls ekki slæmar, en ber að borða í hófi.

Bestu hnetur fyrir hjartað
Valhnetur

Þó svo allar hnetur séu ríkar af omega-3 fitusýrum sem er afar gott fyrir hjartað þá eru sumar betri en aðrar.

Valhnetur – 14 stk innihalda 185 kaloríur, 18 gr af fitu og 4 gr af próteini og einnig eru þær ríkar af efni sem heitir alpha linoleic acid (ALA).  

Rannsóknir hafa sýnt að ALA getur unnið á móti hjarsláttatruflunum.

Bestu hneturnar fyrir heilann

Peanuts

Þær eru í raun belgjurt en ávallt talað um þær sem hnetur. Peanuts eru ríkar af folate en það er steinefni sem er mikilvægt fyrir heilann og getur aðstoðað heilann til að vinna betur og jafnvel gegn heilahrörnun.

En eins og flest aðrar hnetur þá eru þær fullar að heilafóðri og hollum fitum, einnig E-vítamíni.

Um 28 stk innihalda 170 kaloríur, 7 gr af próteini og 14 gr af fitu.

Besta leiðin til að borða hnetur

Blandið þeim saman við holl kolvetni

Núna veistu hvaða hnetur best er að borða til að þær nýtist líkamanum sem best. En það þarf líka að huga að því hvernig best er að borða hnetur. Best að að hafa ávexti með þeim því það hægir á meltingunni og líkaminn nýtur allar þeirra dásemda sem hnetur innihalda.

Dreifðu þeim yfir salatið þitt, settu þær í jógúrtið þitt eða notað hnetusmjör á eplasneiðar eða perur.

 

Grein af vef health.com