Cantaloup melónan er full af vítamínum og afar góð fyrir heilsuna
Cantaloup melónan er magnaður ávöxtur sem inniheldur meira en 19 vítamín og steinefni.
Cantaloup melónan er magnaður ávöxtur sem inniheldur meira en 19 vítamín og steinefni.
Öll þessi efni efla ónæmiskerfið og fylla líkamann af orku.
Þar sem þessi tegund af melónu þarfnast ekki neinna meltingarensíma til að vera brotin niður í meltingarveginn þá fer hún beint niður í þarma, þess vegna er best að borða cantaloup melónu á fastandi maga í morgunverð t.d í formi boosts drykkjar.
Cantaloup melónan er afar rík af C og A-vítamínum og einnig beta- carotene sem er afar gott fyrir sjónina.
C-vítamín styrkir varnir líkamans og hjálpar honum að verjast sýkingum.
Einnig er þessi melóna góð við uppþembu og vatnssöfnun, eins og t.d bjúg á fótum.
Hún er sæt á bragðið, góð í salöt og boost eða bara ein og sér.
Fróðleikur frá Heilsutorg.is