Fara í efni

Cayenne pipar hefur marga góða kosti

Cayenne pipar hefur verið notaður öldum saman sem græðandi meðal.
Cayenne pipar hefur marga góða kosti

Cayenne pipar hefur verið notaður öldum saman sem græðandi meðal.

 

Má nefna að hann er notaður til að draga úr ógleði, hálsbólgu, gyllinæð, tannpínu og tauga, lið og vöðvaverkjum.

Cayenne pipar er ríkur af C-vítamíni og beta carotene sem gerir hann frábæran til að berjast við kvef og flensur.

Einnig hefur cayenne piparinn þann góða kost að auka á blóðrásina og koma reglu á blóðþrýsting. Hann er því góður fyrir hjartaheilsu.

Cayenne pipar eykur einnig á brennsluna í líkamanum og er því tilvalinn í mataræði þeirra sem eru að grenna sig. Einnig dregur hann úr bólgum og uppþemdum maga.

Notaðu cayenne pipar í salatið, í boostið, eða einan og sér með mat.

Fróðleikur frá Heilsutorg.is