Creole kjúklingapasta
Spennandi réttur frá Rikku okkar
Veltið pastanu upp úr sósunni og setjið á diska.
fyrir 4 að hætti Rikku
600 g kjúklingalundir, skornar til helminga
2½ msk Creole krydd
½ tsk salt
1 msk smjör
1 msk olía
200 g sveppir, niðurskornir
2 vorlaukar, saxaðir
1 hvítlauksrif, pressað
150 g brokkolí
250 ml rjómi
60 g parmesanostur, rifinn
½ kjúklingakraftskubbur
1 msk söxuð fersk steinselja
500 g spaghetti
600 g kjúklingalundir, skornar til helminga
2½ msk Creole krydd
½ tsk salt
1 msk smjör
1 msk olía
200 g sveppir, niðurskornir
2 vorlaukar, saxaðir
1 hvítlauksrif, pressað
150 g brokkolí
250 ml rjómi
60 g parmesanostur, rifinn
½ kjúklingakraftskubbur
1 msk söxuð fersk steinselja
500 g spaghetti
Setjið kjúklingalundirnar í skál og veltið þeim upp úr creole kryddinu og saltinu. Steikið kjúklinginn á pönnu upp úr smjörinu og olíunni og setjið svo til hliðar. Sjóðið brokkolíið þar til að það er hægt að stinga hníf í gegnum það. Steikið sveppina og vorlaukinn á pönnunni í 3-4 mínútur. Bætið brokkolíinu og hvítlauknum út í og steikið áfram í 2-3 mínútur. Hellið rjómanum saman við ásamt parmesanostinum og kjúklingakraftinum og látið malla áfram í 5-10 mínútur. Sjóðið pastað samkvæmt pakkningu og sigtið vatnið frá.
Veltið pastanu upp úr sósunni og setjið á diska, raðið kjúklingabitunum ofan á og stráið steinselju yfir.
Veltið pastanu upp úr sósunni og setjið á diska, raðið kjúklingabitunum ofan á og stráið steinselju yfir.