Dásamlegar kókóskökur til að snæða í morgunmat og koma brennslunni af stað
Þessar eru víst algjört dúndur á morgnana.
Hráefni:
½ bolli af kókósflögum
¼ bolli af sólblómafræjum
½ bolli af prótein dufti – vertu viss um að nota gott duft
1 tsk af vanillu
1 tsk af kanil
2 msk af kókósolíu
1/8 bolli af vatni
Leiðbeiningar:
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Saxið fræjin.
Það má nota hnetur í stað sólblómafræja. Þínar uppáhalds.
Setjið öll hráefnin í skál og vinnið vel saman. Ef blandan er of þurr þá skaltu bæta við einni msk af kókósolíu og annarri af vatni.
Notaðu mæli glas eða venjulegt glas svo kökur séu allar jafn stórar.
Þegar þú hefur flatt út deigið og skorið út jafn stórar kringlóttar kökur þá skal raða þeim á bakka og fletja létt út með hendinni.
Úr uppskrift ættu að nást 18 kökur.
Bakaðu þær í 15 mínútur. Og mundu að fylgjast vel með ofninum.
Auka upplýsingar.
Nota má 2 bolla af kókósflögum í stað sólblómafræja. Nota má hnetur í stað fræjanna og nota má prótein duft með góðu bragði til að fá öðruvísi bragð af kökunum.
Nú skaltu þeyta kókósrjóma og setja á milli tveggja kaka eins og krem.
Þessar eru bráðhollar og dúndur góðar á morgnana eða til að taka með sér í millimál yfir daginn.
Njótið vel!