Dásemdar kókós-lime-Quinoa morgunverður í skál
Þessi morgunverður er algjört æði.
Ég lofa því að þú munt elska hann.
Hérna er hráefna listinn:
- 1 bolli af þurru quinoa
- 2 bollar af vatni
- 1 bolli af kókósflögum
- bananasneiðar, eftir smekk
- saxaðar pekan hnetur, eftir smekk
- Möndlu mjólk
- Maple síróp
- Ferkur kreistur lime safi, eftir smekk
Svona gerir þú:
Settu vatnið og quinoa í pott og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu hitann töluvert og láttu malla í 20 mínútur eða þangað til vatnið er horfið og quinoa orðið fluffy.
Ristaðu kókósflögurnar á pönnu á meðal háum hita í nokkrar mínútur.
Settu kókósflögurnar í stærri pönnu og eldaðu á meðal hita í 5 mínútur, hrærðu stöku sinnum. Þegar kókósflögurnar eru orðnar brúnar þá setur þú þær í skál.
Taktu svo restina af hráefninu til.
Settu quinoa í skál og kókósflögurnar yfir, ásamt banana sneiðum, söxuðu pekan hnetunum, maple sýrópinu og möndlu mjólkinni og kreistu lime safa yfir.
Hrærðu svo öllu saman og njóttu vel.
Á síðu mindbodygreen.com má finna fullt af góðum uppskriftum.