Dísætur stilkbeðju- og bláberjaþeytingur með ljúfum perukeim
Unaðslegt upphaf á degi getur falið í sér að þeyta grænan orkudrykk á náttsloppnum, að ekki sé talað um ef stilkbeðja fer í blandarann. Þetta næringarríka og laufgaða kál gengur einnig undir nafninu svissneskt rófukál og silfurblaðka, en káltegundin er stútfull af magnesíum, járni, A, B, C og K vítamíni. Stilkbeðja er því ekki einungis styrkjandi fyrir ónæmiskerfið heldur stútfull af orku og er þróttmikil byrjun á nýjum degi.
Kókosolían er bráðholl og svo eru það bláberin, sem gneista af hollum andoxunarefnum. Vel þroskaðar perur styrkja neglur, geta aukið hárvöxt og eru einkar góðar fyrir hörundið. Því má með sanni segja að hér sé næringarrík orkusprengja á ferð sem kyndir undir atorkusemi.
Uppskrift
(nægir fyrir tvo)
2 bollar smátt skorin stilkbeðja (má skipta út fyrir spínat, klettasalat, grænkál)
2 bollar vatn (eða annar vökvi; kókosvatn, ósæt möndlumjólk)
1 bolli bláber
2 þroskaðar perur; afhýddar, kjarnhreinsaðar og smátt skornar
2 matskeiðar lífræn kókosolía (má líka skipta út fyrir t.a.m. repjuolíu)
Byrjið alltaf á því að blanda saman græna laufkálinu og vökvanum. Þeytið vel saman í 10 – 15 sekúndur og bætið síðan bláberjunum, perunum og kókosolíunni (repjuolíunni) út í blandarann og þeytið vel saman í fáeinar sekúndur, fyrst á miðlungs hraða í 10 – 15 sekúndur og svo á fullum styrk í u.þ.b. 30 sekúndur.
Njótið heil!
Uppskrift af vef Kvon.is