Eggaldin er stútfullt af hollustu – vissir þú það?
Eggaldin hefur löngum verið talinn matur sem lítil sem engin næring er í. En þetta er alrangt.
Hérna eru upplýsingar um næringarefnin sem að eggaldin inniheldur.
1. Járnið, kalkið og önnur næringarefni sem að eggaldin er ríkur af eru öll frábær fyrir líkamann.
2. Eggaldin inniheldur einstakt efni sem heitir phyto og er nauðsynlegt næringarefni því það bætir blóðið og nærir heilann. En munið, þessi næringarefni eru í svarta skinninu sem er utan um eggaldin.
3. Það eru tonn af trefjum í eggaldin og trefjar eru besti vinur magans og meltingarinnar. Í raun ef þú borðar eggaldin reglulega þá getur þú varist krabbameini í ristli.
4. Afar fáar kaloríur eru í eggaldin, 35 kaloriur í bolla. Það er heldur engin fita og allir þessir trefjar fylla magann vel og lengi.
5. Eggaldin getur haft góð áhrif á blóðþrýstinginn og dregið úr stressi.
6. Að neyta eggaldins reglulega getur komið í veg fyrir blóðtappa. Því má þakka K-vítamíninu og bioflavonoids sem að eggaldin býr yfir.
Heimild: healthdigezt.com