Segðu nei við frönskum kartöflum - ertu ekki annars að fara í átak á nýju ári?
Franskar kartöflur þekkjum við öll. Þær eru matreiddar um allan heim. En þær eru líka þekktar fyrir að hafa slæmt orð á sér og það er góð ástæða fyrir því.
Franskar kartöflur eru ekki beint heilsusamlegt fæði og við vitum öll að ef borðað er of mikið af einhverju óhollu að þá er voðinn vís.
Lestu áfram og fáðu staðreyndirnar um franskar og afhverju þær eru svona óhollar og þá sérstaklega fyrir börnin þín.
Já, hérna koma ansi grimmar staðreyndir um franskar kartöflur.
Franskar kartöflur innihalda mikið af harðri fitu (þessari slæmu).
Að djúpsteikja matinn þinn er jú afar bragðgott, en harða slæma fitan sem franskar og annar matur er djúpsteiktur upp úr breytir matnum í tímasprengju fyrir krabbamein, hjartasjúkdóma og sykursýki.
Það er ekki öll fita slæm og fólk er loksins að læra að fita flokkast í þessa slæmu og þessa góðu.
Á meðan góða fitan eins og t.d grænmetisolíur, ólífuolíur og sólblómaolíur hafa fyrirbyggjandi áhrif á heilsuna, á meðan slæma fitan, þessi harða fer beint í að stífla æðar og er sú fita sem getur orsakað skaða á líkamlegri heilsu.
Slæma fitan sem veldur skaða er t.d í smjörlíki og allri hertri fitu.
Hörð fita hefur sýnt að hún hækkar kólestrólið í blóðinu eða lækkar þéttleikann í lipo próteini. Hörð fita er einnig lengur í líkamanum og hækkar þríglýseríð sem lækkar kólestról.
Þegar þú neytir þessar slæmu fitur auka þær blóðflögurnar hjá þér. Þessar litlu blóðflögur safnast saman og búa til stíflur á æðaveggjunum sem er afar slæmt fyrir blóðflæðið í líkamanum. Blóðið verður svelt af súrefni og næringarefnum.
Á endanum að þá verða þessar litlu stíflur að plágu sem mun að lokum leiða til hjartaáfalls eða blóðtappa.
Þannig að litlu sakleysislegu frönsku kartöflurnar sem þú varst að láta ofan í þig eru mjög skaðlegar heilsunni. Þær ætti aldrei að gefa börnum og fullorðnir ættu heldur ekki að borða þær nema steikja þær í ofni eða upp úr hollri olíu.
Meira um þetta þarfa málefni má lesa HÉR.