Fara í efni

Einfaldur morgunmatur á 2 mín sem þú ættir að prófa!

Ég er með morgunmat frekar mikið á heilanum, ekki bara af því ég elska að borða, heldur líka af því að hvernig þú byrjar daginn skiptir öllu máli upp á hvernig framhaldið verður. Ef þú byrjar á óhollustu, lélegum morgunmat eða jafnvel engum morgunmat eru miklu hærri líkur á að þú upplifir meiri langanir í t.d sykur og að dagurinn einkennist af orkuleysi og óhollustu.
Einfaldur morgunmatur á 2 mín sem þú ættir að prófa!

Ég er með morgunmat frekar mikið á heilanum, ekki bara af því ég elska að borða, heldur líka af því að hvernig þú byrjar daginn skiptir öllu máli upp á hvernig framhaldið verður.

Ef þú byrjar á óhollustu, lélegum morgunmat eða jafnvel engum morgunmat eru miklu hærri líkur á að þú upplifir meiri langanir í t.d sykur og að dagurinn einkennist af orkuleysi og óhollustu.

Þess vegna skiptir öllu máli á að koma sér upp góðri rútínu á morgnanna þar sem þú gefur líkama þínum nærandi og góða byrjun, þannig margfaldarðu líkurnar á því að dagurinn verði góður og þú finnir fyrir orku og borðir betur. 

Þetta er minn uppáhalds morgungrautur um þessar mundir og ég er búin að gera hann á hverju kvöldi í margar vikur. Mig langaði að sýna þér hversu einfalt og fljótlegt þetta er í framkvæmd, en það er einmitt ástæðan fyrir því að ég elska hann (og líka af því hann er geðveikur á bragðið að sjálfsögðu! namm)

 

 

Ég útbý þetta á hverju kvöldi og þarf því ekki annað en að opna ísskápinn og byrja daginn á hollan og góðan hátt. Ath ég læt engar mælieiningar fylgja þar sem ég dasha þetta bara eins og þú sérð í myndbandinu, þannig prófaðu þig áfram og finndu þannig hvað hentar þér.

Ég skora á þig til þess að prófa!

Ef þú vilt fá fleiri uppskriftir og hollráð um heilsuna farðu hér og vertu með í HiiTFiT samfélaginu og þú færð einnig sendar 5 æfingar sem þú getur gert hvar og hvenær sem er.

Þekkir þú einhvern sem vantar hugmynd af morgunmat? Deildu með honum á facebook!

 

Heilsukveðja

Sara ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Stofnandi HiiTFiT.is