Fara í efni

Ferskt hnúðkálssalat og kryddhjúpaður lax

Dásamlegt salat og bráðhollur lax. Eins og flestir vita þá er lax afar ríkur af omega-3 fitusýrum sem gera okkur svo gott.
Ferskt hnúðkálssalat og kryddhjúpaður lax

Dásamlegt salat og bráðhollur lax.

Eins og flestir vita þá er lax afar ríkur af omega-3 fitusýrum sem gera okkur svo gott.

Uppskrift er fyrir 4.

 

 

 

 

 

Hnúðkálsalat:

600 g hnúðkál

80 g grískt jógúrt

30 g 18% sýrður rjómi

1 stk saxaður hvítlauksgeiri

safi úr 1 sítrónu

1 msk olífuolía

2 msk söxuð mynta

2 búnt vatankarsi

100 g strengjabaunir

12 stk kirsuberjatómatar

Aðferð:

Hnúðkálið er flysjað og skorið í teninga og tómatarnir til helminga. Strengjabauninrnar eru soðnar í saltvatni í 1 mínútur og látnar kólna, þvínæst eru þær skornar í tvennt.  Gríska jógúrtin, sýrði rjóminn og olíunni er hrært saman og smakkað til með sítrónusafanum og myntunni. Sósunni er að lokum hrært saman við hnúðkálið, tómatana, baunirnar og vatnakarsana og salatinu skipt jafnt á fjóra dikska.

Kryddhjúpaður lax

600 g ferskur lax

1 msk olífu olía

2 msk paprikuduft

1 tsk chilliduft

2 msk karrýduft

1 tsk salt

1 msk koriander duft / ferskt koriander

3 msk sesamfræ

Aðferð:

Laxinn er skorinn í um það bil 1 cm þykka strimla. Hitið ólífu olíuna á pönnu og steikið laxa strimlana í um það 30-50 sek á sitt hvorri hlið.

Þurrkryddunum er blandað saman og steikta laxinum velt upp úr kryddblöndunni og hann síðan borinn fram með salatinu.

Gott er að hafa soðnar íslenskar kartöflur með, kryddaðar með steinselju.

 

Höfundar uppskriftar:

Steinn Óskar Sigurðsson, matreiðslumaður og liðsmaður í kokkalandsliðinu og

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur.