Fara í efni

Þessi hressing er afar góð við bólgum og uppþemdum maga

Þessi drykkur er víst afar góður við meltingatruflunum. Í honum er Fire Cider tonic. En hvað er fire cider tonic?
Fire Cider Tonic
Fire Cider Tonic

Þessi drykkur er víst afar góður við meltingatruflunum. Í honum er Fire Cider tonic.

En hvað er Fire Cider tonic?

Sko, Fire Cider tonic er kraftmikið fæðu tonic sem að vinnur með meltingunni og ónæmiskerfinu.

Fire Cider tonic hráefnið er misjafnt á milli vörumerkja en þar sem þetta er heimagert að þá eru hráefnin: Rauðlaukur, hvítlaukur, epla edik, engifer, sítrónur, lime og cayenne pipar.

Heimagert Fire Cider tonic:

Magn úr djúsara er um ¼ til ½ bolli, fer eftir djúsvélinni sem þú ert að nota.

Hráefni:

¼ rauðlaukur

11 cm af engifer

2 msk af epla ediki

Dass af cayenne pipar

1 lime

1 sítróna

2 hvítlauksgeirar

Leiðbeiningar:

Settu í djúsarann þinn engifer,geymdu safann og hreinsaðu djúsanarnn á eftir.

Því næst setur þú epla edikið, cayenne pipar, og safann úr sítrónunni og lime, ásamt hvítlauk og rauðlauk.

Hrærið þessu vel saman ásamt engifersafanum og setjið í krukku.

Notkun: Settu ½ tsk saman við 1 msk af vatni og taktu inn.

Þetta geymist í ísskáp í 18 mánuði.

Og mundu, virkar bólgueyðandi, bætir meltinguna og dregur úr uppþemdum maga.