Fara í efni

Geggjaður hálfmáni sem slær alltaf í gegn - frá Minitalia.is

Hálfmáni, á ítölsku calzone, er tilbrigði við eina einu sönnu pizzu. Hinn klassíska hálfmána er að finna á flestum betri pizzeríum, oftast fylltur með tómatssósu, skinku, mozzarella og ferskri basilíku. Hér erum við að tala um bragðmikinn hálfmána, fylltan með tómatssósu, mozzarella, pepperóní, tómötum og gráðaosti. Einfaldlega geggjaður hálfmáni sem slær alltaf í gegn í öllum hálfmánapartýum.
Geggjaður hálfmáni sem slær alltaf í gegn - frá Minitalia.is

Hálfmáni, á ítölsku calzone, er tilbrigði við eina einu sönnu pizzu. Hinn klassíska hálfmána er að finna á flestum betri pizzeríum, oftast fylltur með tómatssósu, skinku, mozzarella og ferskri basilíku.

Hér er að finna dásamlega uppskrift af Hálfmána frá Minitalia.is

 
Hér erum við að tala um bragðmikinn hálfmána, fylltan með tómatssósu, mozzarella, pepperóní, tómötum og gráðaosti. Einfaldlega geggjaður hálfmáni sem slær alltaf í gegn í öllum hálfmánapartýum.
 

Hráefni:

1) Pizzadeig. 2) Pizzasósa. 3) Mozzarella 4) pepperóní 5)tómatar í sneiðum 6) gráðaostur 7) Ólífuolía

Aðferð:

    

    

1) Hnoðið pizzadeig, hérna er uppskrift að frábæru pizzadeigi. 2) Fletjið út pizzudeigið 3) Setjið passlegt magn af pizzasósu á heilminginn af botninum. Dreifið svo mozzarella yfir sósuna. Setjið síðan fyrst 5) pepperóní, 6) svo tómatssneiðar
 
og að lokum 7) gráðaost og ekki lítið af honum yfir pizzuna. 8) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir herlegheitin áður en þið lokið hálfmánanum og þéttið kantana vel með fingrunum. 9) Setjið að lokum smá slettu af pizzasósu yfir hálfmánann áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og hálfmáninn lítur einfaldlega stórkostlega út.
 
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem hálfmáninn er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill  og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Hérna er algjört lykilatriði að setja hálfmánann beint á pizzusteininn í stað þess að setja hálfmánann fyrst á grindur. Svo er um að gera að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
 
Pizzur og hálfmánar eru yndisleg fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni, t.d. Leonardo Chianti 2013.
 
Uppskrift af vef Minitalia.is