Fara í efni

Glútenlaust kryddkex

Glúten-, sykur-, mjólkur- og eggjalaust kex. Þetta ofureinfalda kryddkex tekur enga stund að gera og það eru aðeins 5 innihaldsefni í uppskriftinni. Frábært með súpunni!
Glútenlaust kryddkex
Glútenlaust kryddkex

Glútenlaust kryddkex
(Lítil uppskrift – ein ofnplata)

Innihald:

2 bollar möndlumjöl
¾ tsk Maldon saltflögur
2 msk Herbes de Provence krydd (eða t.d. oregano, rósmarín eða basil)
1 ½ msk ólífuolía
3 msk vatn

Aðferð:

Blandið þurrefnunum saman í skál. 
Blandið vatni og olíu saman og blandið saman við þurrefnin.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu – hellið blöndunni ofan á og mótið deigið í ílanga kúla..
Setjið annan bökunarpappír yfir og fletjið út deigið með kökukefi.

Bakað við 180gr í 9-12 mín – eða þar til orðið gyllt að lit.
Takið út úr ofninum og leyfið að kólna á plötunni í 20 mínútur.

Njótið!

Heilsukveðja,
Ásthildur Björns