Fara í efni

Gúrku spagettini með kasjúsósu

Gúrku spagettini með kasjúsósu

Skemmtileg útfærsla á hinu hefðbundna spaghetti. Hér fær hin holla gúrka að njóta sín í botn. 

Gúrkuspagetti með kasjúsósu, tómötum og vínberjum:

1 gúrka skorin í spagettivél
2dl kasjú hnetur
1 búnt rauð vínber
5 sólþurrkaðir tómatar
Salt og pipar
2msk ólívuolía
Basil ef vill


1,5dl af kasjú hnetum eru lagðar í bleyti í 2klst

Eftir tvo tíma eru hneturnar settar í blender með smá af vatninu sem þær lágu í og ólivuolíunni og ca ¼ tsk salt. Maukað þar til silkimjúkt.

Vínber skorin í helming og restin af kasjúhnetum saxaðar gróflega.

Gúrkuspagettíinu er velt uppúr kasjú mauki og lagt á disk, þurrkuðu tómatarnir lagðir ofan á ásamt vínberjum og söxuðum kasjú.

Skreytt með basil laufum.

Höfundur uppskriftar:

Ylfa Helgadóttir
Eigandi veitingastaðarins Kopars og meðlimur í Kokkalandsliði Íslands

www.koparrestaurant.is

af vef islenskt.is