Fara í efni

Hollasti matur í heimi

Hollasti matur í heimi er oft kallaður súperfæði.
Hollasti matur í heimi

Hollasti matur í heimi er oft kallaður súperfæði.

Sérfræðingar vilja meina að þetta sé hollasti matur í heimi.

Listinn er sennilega ekki tæmandi en ef þú klikkar á linkinn neðst í þessari grein þá má sjá fleiri tegundir af afar hollum mat.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Avókadó

Í raun er avókadó ávöxtur sem inniheldur afar lítið magn af fructose en er hins vegar mjög ríkur af mettaðri fitu sem er okkur svo góð. Einnig má finna kalíum í avókadó. Þessi ávöxtur er afar góður fyrir hjartaheilsu almennt. Einnig eru um 20 afar heilsusamleg efni í avókadó og má nefna trefjar, E-vítamín, B-vítamínin og fólínsýru.

Blaðbeðja (sviss chard)

Blaðbeðjan er frábær til að ná sér í C, E og A-vítamínin. Ásamt steinefnum eins og manganese og zinki. Einnig er blaðbeðjan rík af andoxunarefnum og virkar vel á bólgur í líkamanum.

Hvítlaukur


Hann inniheldur mikið af manganese, kalki, selenium og C og B6-vítamínum. Hann er afar góður fyrir beinin og skjaldkirtilinn.

Brokkólí spírur

Ferskar brokkólíspírur eru í raun þæginlegri lausn heldur en heilt brokkólí, þú þarft minna magn af spírunum til að næla þér í helling af hollustu.

Sveppir

Þeir eru ríkir af próteini, trefjum, C og B-vítamínum, kalki og steinefnum. Einnig eru sveppir afar ríkir af andoxunarefnum.

Grænkál

Aðeins einn bolli af grænkáli mun fylla líkamann af vítamínum og steinefnum sem berjast móti sjúkdómum. Má nefna K, A og C-vítamín, manganese, kopar, B-vítamínin, trefjar, kalk og kalíum. Einnig er grænkál mjög ríkt af andoxunarefnum og bólgueyðandi efnum.

Spínat

Spínat er ríkt af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum eins og folate, A-vítamín, járn,kalíum, kalk, zink og selenium. Spínat getur einnig virkað bólgueyðandi því það inniheldur flavonoids sem einmitt hreinsar líkamann af eiturefnum.

Tómatar

Tómatar eru fullir af efnum eins og lutein, zeaxanthin og C-vítamíni. En C-vítamínið má aðalega finna í innri hluta tómats ásamt A, E og B-vítamínum, kalíum,manganese og fosfórus. Tómatar eru einnig afar góð uppspretta af lycopene sem er mjög gott andoxunarefni og vinnur gegn heilablóðfalli og hjartasjúkdómum.

Blómkál

Einn skammtur af blómkáli inniheldur 77% af RDS af C-vítamíni. Einnig er það ríkt af K-vítamíni,próteini, thiamini,riboflavin, niacin, magnesíum, trefjum, B6-vítamíni, folate, kalíum og manganese. Ekki líta fram hjá blómkáli ef þú ætlar að skella í þig grænmeti.

Villtur lax

Lax gefur okkur gott magn af omega-3 fitusýrum EPA og DHA sem gera hjartanu afar gott. Einnig er omega-3 fitusýrur mjög góðar fyrir heilann og við hegðunarvandamálum.

Lífræn egg

Þú finnur prótein í mikið af mat, mat sem kemur næstum eingöngu úr dýraafurðum eins og t.d eggjum. Prótein úr eggjum er eitt það besta því það er kallað „complete protein“ sem þýðir að þetta prótein inniheldur allt það nauðsynlega sem prótein þarf að hafa eins og amino sýrur.

Einnig eru egg rík af luteini og zeaxanthin sem er afar gott fyrir heilsu augna.

Kókósolía

Fyrir utan að vera dásemd fyrir skjaldkirtilinn og brennsluna í líkamanum að þá er kókósolía ríka af lauric sýru sem breytist í líkamanum í monolaurin sem er efni er verst og berst gegn vírusum.

Hnetur

Rannsóknir hafa sýnt þær niðurstöður að ef þú neytir þeirra daglega þá getur þú lifað lengur en ella. Þær eru einnig afar góðar þegar kemur að þyngdartapi ef þú ert að létta þig.

Sætar kartöflur

Sætar kartöflur eru ríkar af beta carotene, andoxunarefninu sem styrkir ónæmiskerfið, lækkar áhættuna á hjartasjúkdómum og krabbameini. Einnig eru þær góðar til að koma lagi á blóðsykurinn.

Ólífuolía

Rík af mettaðri fitu þá er ólífuolían ein af þeim sem aðstoðar líkamann til að verja sig gegn hjartasjúkdómum og kemur einnig að gagni fyrir þá sem þurfa að nota insúlín því hún getur komið lagi á blóðsykurinn og einnig lækkað áhættuna á því að þú fáir sykursýki 2.

Kiwi

Þessi ávöxtur er dásamlega góður og afar ríkur af andoxunarefnum, C og E-vítamínum og beta carotene. Einnig er kiwi ríkt af trefjum, kalíum, magnesíum og kopar.

Granatepli

Þessi ávöxtur er þekktur fyrir mikið magn af andoxunarefnum sem geta komið í veg fyrir frumudauða á mörgum tegundum af krabbameinsfrumum. Einnig dregur þetta andoxunarefni úr bólgum í líkama og þá sérstaklega þeim sem skemma brjósk í liðamótum. En skemmd brjósk leiða til verkja og stífleika sem flestir með liðagigt þekkja vel.

Bláber

Bláberin eru afar góð til að viðhalda unglegu útliti og draga úr ótímabærri öldrun. Þau eru svo stútfull af andoxunarefnum og það ætti að neyta þeirra daglega.

Turmerik

Bólgueyðandi og óvinur krabbameinsfruma þá er turmerik algjör snilld. Notið í mat eða búið til turmerik skot og drekkið á morgnana.

Kanill

Kanill hefur drepið E.coli og margar aðrar bakteríur. Bólgueyðandi og dregur þannig úr verkjum og stífleika í vöðvum og liðamótum, verkir sem flestir er þjást af liðagigt þekkja of vel. Einnig virkar kanill á þvagfærasýkingar, tannskemmdir og sýkingum í góm.

Kúmen (cumin)

Kúmen er afar gott fyrir meltinguna og það fyllir þig einnig af orku. Þetta krydd á ansi langa sögu þar sem það var notað sem lyf. Einnig hefur kúmen þau áhrif að það getur aukið á minnið og dregið úr stressi.

 

Ef þig langar að lesa þig frekar til um hollasta mat í heimi, smelltu þá HÉR.

 

Grein af vef articles.mercola.com