Hvað veist þú um fíkjur?
Fíkjur eru mikill fengur að fá og afar næringaríkar. Fíkjur eru í flokk ávaxta. Þær hafa verið notaðar öldum saman til að meðhöndla næstum alla sjúkdóma sem við þekkjum í dag.
Þær gefa okkur ótrúlegt magn af orku og krafti ásamt því að vinna með líkamanum þegar kemur að meltingunni, hjartasjúkdómum, æxlunarfærum, vöðvum og beinabyggingu.
Fíkjur er einn basíski ávöxtur sem þú finnur og eru þær einnig ríkar af steinefnum eins og kalki, járni, kopar, kalíum, selenium og zinki. Staðreyndin er í raun að fíkjur innihalda meira magn af kalki en allir aðrir ávextir eða grænmeti á jörðinni. Þess vegna eru þær afar góðar sem vörn gegn beinþynningu og kalíum magnið í fíkjum er afar gott til að koma í veg fyrir of háan blóðþrýsting.
Fíkjur koma einnig að gagni ef hægðartregða er að hrjá þig. Þær virka svipað og hægðarlosandi.
Fíkjur hafa þann kost að losa okkur við slæmar bakteríur í maga og þær byggja einnig upp góðu bakteríurnar sem við þurfum á að halda, eins og acidophilus í þörmum.
Til eru rúmlega hundrað tegundir af fíkjum, sumar eru algengar og má finna út í búð, tegundir eins og Black Mission, Kadota, Brown Turkey og Calimyrna..
Ferskar fíkjur eru ljúfar þegar þær eru fáanlegar en ef þú finnur ekki ferskar fíkjur, prufaðu þá að leggja þurrkaðar fíkjur í vatn í nokkra klukkutíma og búa til ljómandi góðan fíkjubúðing, eða bæta þeim í smoothie drykk.
Fáðu þér þurrkaðar fíkjur sem millimál, þær eru fullar af næringu og gefa þér góða orku sem að endist út daginn.