Fara í efni

Hvernig á að skipta út sykri í bakstri og “sætu” smákökurnar mínar!

Aðventan býður uppá margar freistingar. Ilmurinn frá nýbökuðum smákökum á köldum vetrardegi er erfitt að standast, það er því upplagt að gera þær sætar og góðar fyrir þig líka. Í dag fást svo ótal margar tegundir af hollum og góðum sætuefnum sem sniðugt er að skipta út fyrir hefðbundinn hvítan sykur og betrumbæta uppskriftina að heilsunni.
Hvernig á að skipta út sykri í bakstri og “sætu” smákökurnar mínar!

Aðventan býður uppá margar freistingar.

Ilmurinn frá nýbökuðum smákökum á köldum vetrardegi er erfitt að standast, það er því upplagt að gera þær sætar og góðar fyrir þig líka.

Í dag fást svo ótal margar tegundir af hollum og góðum sætuefnum sem sniðugt er að skipta út fyrir hefðbundinn hvítan sykur og betrumbæta uppskriftina að heilsunni.

Það er bara svo huggulegt að eiga eitthvað sem þú getur nartað í og hvað þá með góðri samvisku.

HVERNIG Á AÐ SKIPTA ÚT SYKRI Í JÓLABAKSTRINUM

Það er einfalt að skipta út hefðbundnum hvítum sykri fyrir náttúrulegri sætu í jólabakstrinum án þess að skerða bragð eða að nokkur setji útá það. Hér eru nokkur náttúruleg sætuefni (þá á ég við sætuefni sem fást frá náttúrunnar hendi en eru ekki unnin sem sykuralkahól) sem má skipta út fyrir í jólabakstri. Sjálfsagt er listinn ekki tæmandi, en hann samsvarar uppgefið magn af einum bolla af hefðbundnum hvítum sykri.

MYND

Sjálfsagt má minnka magn sætu ef þú ert ekki vön að neyta sykurs daglega. Hægt er að nálgast sætuefnin í heilsuvöruverslunum og mörgum verslunum í dag og alltaf mikilvægt að kaupa lífrænt og/eða gæða vöru þar sem hún inniheldur fleiri næringarefni, bragðast gjarnan betur og er hollari fyrir þig...

HOLLAR OG SÆTAR SÚKKULAÐIBITAKÖKUR JÚLÍU

IMG_1995-2

Vegan, sykurlausar, glútenlausar. Dásamlegar.

Þú trúir varla að þessar séu hollar.

1 bolli glútenlausir hafrar, malaðir

1 1/4 bolli möndlumjöl

1/2 tsk. matarsódi

1/2 tsk. vínsteinslyftiduft

1/2 tsk. salt

1/2 bolli + 1 msk ólífuolía

1/4 bolli hunang

4-6 dropa steviu

1 tsk. vanilludropar

1/2 bolli lífrænt 70% súkkulaði eða dekkra

1. Forhitið ofn við 180°C .

2. Malið hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar til úr verður hveitiáferð. Sameinið möndlumjöl, malaða hafra, matarsóda og lyftiduft í stóra skál.

3. Sameinið olíu, hunang og vanilludropa í litla skál.

4. Sameinið blautu blönduna í litlu skálinni við þurrefnin í stóru skálinni og hrærið saman með sleif. Bættu við söxuðu súkkulaði.

5. Takið deigið með matskeið og setjið á bökunarpappír. Hafið hverja köku um 4 cm með því að dreifa aðeins úr þeim með blautum fingrum og hafið 4 cm á milli þeirra.

6. Bakið við 180°C í 12-15 mín. og slökkvið þá á ofninum. Látið kökurnar bíða í ofninum í um 7-10 mínútur áður en þær eru fjarlægðar úr ofninum. Látið kólna.

Njóttu með kaldri möndlumjólk í samveru við fjölskyldu!

Mundu svo að deila á facebook fyrir léttari og sykurminni jól.

Heilsa og kærleikskveðja,

Júlía heilsumarkþjálfi