Jarðarberja og valhnetu hafragrautur í krukku
Þetta er bara nammi.
Matur milli mála eða nammi milli mála
Hér er að finna afar sniðuga uppskrift að góðum og hollum morgunverði.
Hráefni:
1 Bolli haframjöl
1 msk chiafræ
¼ bolli smátt skornar valhnetur
½ bolli frosin jarðarber
¾ bolli möndlumjólk
Aðferð:
Allt sett í krukku og geymt í kæli yfir nótt
Skreytt með ferskum jarðarberjum
Höfundur uppskriftar:
Ásthildur Björnsdóttir, Hjúkrunarfræðingur B.Sc, ÍAK-einkaþjálfari.