Fara í efni

Júmbó súkkulaðibitakökur

Já, þær eru stórar þessar súkkulaðibitakökur.
Júmbó súkkulaðibitakökur

Já, þær eru stórar þessar súkkulaðibitakökur.

Dásamlegar að bíta í og hlunka súkkulaðibitar í hverri köku.

Þær eru vegan og glútenlausar.

Þessar eru langbestar volgar en einnig má frysta þær til að njóta seinna.

Uppskrift gefur 12 Júmbókökur

Hráefni:

Blautu hráefnin:

½ bolli af möndlusmjöri

¼ bolli + 3 msk af maple sýrópi

3 msk af virgin kókóshnetuolíu -  í vökvaformi og alls ekki heit

½ tsk vanilla extract

Þurrefnin:

½ bolli af glútenlausum höfrum

¼ bolli + 2 msk af glútenlausu hafrahveiti

¼ bolli af möndluhveiti

½ tsk af matarsóda

½ tsk af Himalayan salti

150 gr af mjólkurlausu súkkulaði

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 180 gráður og hyljið stóra plötu með bökunarpappír.

Takið stóra skál og setjið blautu hráefnin í hana, hrær þar til blandan er mjúk.

Hrærið nú þurru hráefnunum saman við blautu blönduna, bara setja eitt í einu og hræra alltaf á milli. Deigið á að vera frekar blautt.

Skerið súkkulaðið í litla bita. Geymið um 3 msk til að bota á toppinn á kökunum. Hrærið restinni af súkkulaðinu í deigð þar til það er vel blandað saman.

Notið stóra skeið til að setja deigið í og forma kökur og setja á plötuna. 1 ½ msk af deigi er nóg í hverja köku. Munið að hafa bil á milli því þeir breiða úr sér.

Þrýstir restinni af súkkulaðinu ofan í deigð á plötunni áður en hún fer inn í ofninn.

Bakið í 8-10 mínútur, kökur eiga að vera örlítið seigar og mjúkar. Ef þú vilt hafa þær stökkar þá skaltu baka þær í 12 mínútur.

Takið úr ofni og kælið kökur á plötunni í 5 mínútur. Þær eru mjög viðkvæmar þegar þeir eru nýkomnar úr ofninum.

Notið stóran spaða til að taka þær svo af plötunni og setjið á grind til að kæle betur.

Leyfir kokum að kólna alveg áður en þú setur þær í box.

Njótið svo vel!